Sunday, December 31, 2017

Jón Viktor, Lenka og Gunnar Freyr Jólavíkingar 2017.

Jón Viktor Gunnarsson, Lenka Ptacnikova og Gunnar Fr Rúnarsson sigruðu á Jólamóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í húsnæði Skáksambands Íslands föstudaginn 29. janúar síðasliðin.  Jón Viktor sigraði örugglega á skákmótinu, en hann fékk 5.5 vinninga af sex mögulegum, en Lenka Ptacnikova varð önnur með 4.5 vinninga og Páll Þórarinsson þriðji með 4.0 vinninga. 

Í Víkingaskákinni sigraði Gunnar Freyr eftir hörku baráttu við Lenku og Gauta Pál Jónsson, en Gunnar fékk 5. vinninga af 6 mögulegum.  Lenka varð önnur með 4.5 vinninga, en í 3-4 sætu komu Ólafur Brynjar Þórsson og Sigurður Ingason með 4. vinninga, en eftir bráðabanaskák, náði Sigurður bronsinu.  Efst kvenna í Víkingaskákinni varð Lenka, en Gauti Páll varð efstur í unglingaflokki og Adam Omarsson varð annar. 

Á mótinu var einnig keppt um titilinn Íslandsmeistari í tvískák, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum.  Eftir útreikninga kom í ljós að Lenka varð efst í Tvískákinni, Gunnar Fr varð annar, en Ólafur Brynjar varð þriðji. 

Í skákmótinu voru tímamörkin 3 2, en í Víkingaskákinni voru tímamörkin hins vegar 5 3, en tefldar voru 6. umferðir í báðum mótunum (samtals 12 umferðir).  Keppendur á skákmóltinu voru tólf, en níu tóku þátt í Víkingaskákinni.  Skákstjóri á motinu var Gunnar Fr. Rúnarsson.

 Úrslit í hraðskákmótinu:

1. Jón Viktor Gunnarsson 5.5 af 6
2. Lenka Ptacnikova 4.5
3. Páll Þórarinsson 4.0
4. Gunnar Fr. Rúnarsson 3.5
5. Ólafur Brynjar Þórsson 3.5
6. Halldór Pálsson 3.5
7. Gauti Páll Jónsson 3.0
8. Sigurður Ingason 2.5
9. Sturla Þórðarson 2.0
10. Sune Bang 2.0
11. Adam Omarson 2.0
12. Jósep Omarson 0.0

Tvískákmótið:

1. Lenka Ptacnikova 9.0
2. Gunnar Fr Rúnarsson 8.5
3. Ólafur Brynjar Þórsson 7.5

Víkingaskákin:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 5.0 af 6
2. Lenka Ptacnikova 4.5
3. Sigurður Ingason 4.0
4. Ólafur Brynjar Þórsson 4.0
5. Gauti Páll Jónssn 3.5
6. Sturla Þórðarson 3.0
7. Páll Þórarinsson 2.0
8. Adam Omarson 2.0
9. Halldór Pálsson 2.0
10. Orri Víkingsson 0.0
















No comments:

Post a Comment