Thursday, August 29, 2019

Kringluskákmótið 2019, úrslit

Kringluskákmótinu 2019 fór fram fimmtudaginn 22. ágúst síðastliðin. Að mótinu stóðu Víkingaklúbburinn skákfélag í samstarfi við Markaðsdeild Kringlunnar. Sigurvegari á mótinu varð Björn Þorfinnsson sem telfdi fyrir Gullkistuna með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Annar varð Ólafur. B. Þórsson (Atvinnueign.is) með 6. vinninga. Þriðji á stigum varð Dagur Ragnarsson (Bæjarbakarí) með 5. vinninga. Jafnir honum en lægri á stigum urðu, Vignir Vantar Stefánsson (Guðmundur Arason ehf), Lenka Ptacnikova (Decode), Róbert Lagerman (Susuki bílar) og Gauti Páll Jónsson (Dýrabær).

Lenka Ptáčníková (Decode) varð efst kvenna, en Iðunn Helgadóttir (Skóarinn) varð efst stúlkna. Efstur Víkinga 12. ára og yngri varð Andri Sigurbjörnsson, en Einar Dagur Brynjarsson varð annar, en hann varð örlítið lægri á stigum. Efstur drengja 12. ára og yngri varð Adam Omarsson með 3.5 vinninga. Annar varð Gunnar Erik Guðmundsson með 3. vinninga og þriðji varð Sæþór Ingi Sæmundsson með þrjá vinninga. Björn Þorfinnsson (Gullkistan) varð efstur Víkinga og er því Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2019. Þess má geta að þetta er í annað sinn sem Björn sigrar á Kringlumótinu, en hann sigraði á fyrsta mótinu sem haldið var árið 2015. Keppendur voru 41 og telfdar voru 7. umferðir með 4 2 í umhugsunartíma, en skákstjóri á mótinu var Kristján Örn Elíasson.

Nánari úrslit má finna á chessresults hér:































Wednesday, August 7, 2019

Kringluskákmótið 2019

Kringluskákmótið 2018 fer fram fimmtudaginn 22 ágúst, og hefst það kl. 17:00. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.  Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is(Guli kassinn)

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu.  Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 7 umferðir með 4 2 mínútur í umhugsunartíma.  Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. 


1. verðlaun 15.000 kr.
2. verðlaun 10.000 kr. 
3. verðlaun 5000 kr.  


Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2019 og forlátan verðlaunagrip að auki.  Þrjár efstu konur og þrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fædd 2006 og yngri) í stráka og stelpuflokki fá sérstök verðlaun (Verðlaunagrip fyrir efsta sætið og verðlaunapeningur fyrir annað og þriðja sætið). Núverandi Kringlumeistari er Vignir Vatnar Stefánsson, sem telfdi fyrir Sjóvá.   Skákstjórar á mótinu verða Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson. 

Kringlumeistari 2015:  Björn Þorfinnsson
Kringlumeistari 2016:  Ingvar Þór Jóhannesson
Kringlumeistari 2017:  Omar Salama
Kringlumeistari 2018:  Vignir Vatnar Stefánsson

Úrslit Kringlumótsins 2015 hér
Kringlumóitið 2015, myndaalbúm hér
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér
Úrslit Kringlumótsins 2017 hér
Úrslit Kringlumótsins 2018 hér
Chess results 2018 hér