Ingvar Þór Jòhannesson sem telfdi fyrir Verkfræðistofuna Verkís kom sá og sigraði á Kringluskákmótinu sem fram fór fimmtudaginn 22. september. Ingvar fékk sjö vinninga af átta mögulegum. Annar varð stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sem telfdi fyrir Þórshús með 6.5 vinninga af 8 mögulegum. Þriðji varð svo alþjóðameistarinn Arnar Gunnarsson sem telfdi fyrir hið íslenska reðursafn, en hann hlaut 6 vinninga. Efstur Víkinga varð Lárus Ari Knútsson með 5.5 vinninga og hlýtur hann því titilinn Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins. 2016. Efst kvenna varð Lenka PlcAlls tóku 35 keppendur og 35 fyrirtæki þátt í mótinu. Telfdar voru 8. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma og skákstjóri var Páll Sigurðsson.
Mótið á chess-Results hér:
Úrslit:
1 Verkís, Ingvar Þór Jóhannesson 7
2 Þórshús, Hannes Hlífar Stefánsson 6.5
3 Hið íslenska reðursafn, Arnar Gunnarsson 6
4 Suzuki bílar, Magnús Örn Ùlfarsson 5.5
5 Hamborgarabúllan, Tómas Björnsson 5.5
6 Skrudda, Dagur Ragnarsson 5.5
7 Billjardbarinn, Lárus Knútsson 5.5
8 Gallabuxnabúðin, Davíð Kjartansson 5
9 Bónus Kringlunni, Ólafur B. Þórsson 5
10 Happahúsið, Vignir Vatnar Stefánsson 5
11 Guðmundur Arason ehf, Kristján Örn Elíasson 4.5
12 Boozst barinn, Páll Andrason 4.5
13 Rikki Chan, Gunnar Fr Rúnarsson 4.5
14 Spútnik, Hjörtur Yngvi Jóhannsson 4.5
15 Skóarinn, Stefán Þór Sigurjónsson 4.5
16 Bæjarbakarí, Jóhann Ingvason 4.5
17 Henson, Lenka Ptcnikova 4
18 Happahúsið, Björgvin Smári Guðmundsson 4
19 Dunkin Donuts, Sturla Þórðarson 4
20 Blómabúðin Kringlunni, Halldór Pálsson 4
21 Dúka, Sigurður Freyr Jónatansson 4
22 Jón og Óskar, Sigurður Ingason 3.5
23 Sjóvá, Haraldur Baldursson 3.5
24 Betra líf, Jon Olav Fivelstad 3.5
25 Kringlukráin, Halldór Kristjánsson 3.5
26 Bygging ehf, Ingi Tandri Traustason 3.0
27 Húrra diskótek, Arnljótur Sigurðsson 3.0
28 Kex Hostel, Hjálmar Sigvaldason 3.0
29 Neon, Smári Arnarson 3.0
30 Prentlausnir, Pétur Jóhannesson 3.0
31 Efling, Björgvin Kristbergsson 3.0
32 Dekurstofan, Finnur Finnsson 2.5
33 GM EInarsson, Hörður J'onsson 2.5
34 Dressmann, Jón Einar Karlsson 2.0
35 Finnska búðin, Marlon Lee Pollock 1.0
No comments:
Post a Comment