Friday, December 19, 2008

al-heimsmeistaramót

Við viljum minna alla Víkingaskákmenn á heimsmeistarmótið í V'ikingaskák, sem haldið verður á næstu dögum. Dagsetning er ekki alveg komin á hreint, en mótið verður haldið að heimili formanns í Alftamýri 56. Öllum er heimil þátttaka, en menn verða að skrá sig þrem dögum áður. Meðal keppenda verða að öllum líkindum Sveinn Ingi heimsmeistari 2007, Gunnar Freyr, Halldór Ólafsson, Ólafur Guðmundsson, Sigurður Narfi osf.
Einnig vil ég minna á Meistarmót Víkingaklúbbsins í hefbundinni skák, en það mót verður líka haldið milli jóla og nýjars. Meðal keppenda þar verða flestir sterkustu skákmenn klúbbsins, m.a Tómas Björnsson, Haraldur Baldursson, Jónas Jónasson osf.

Sveinn Ingi Sveinsson er núverandi al-heimsmeistari, en Víkingamót hefur ekki verið haldið síðan vorið 2007, en Magnús Ólafsson höfundur taflsins lést sviplega um haustið. Mótið verður því helgað minningu Magnúsar, auk þess að vera Íslands og al-heimsmeistarmót ársins 2008.


No comments:

Post a Comment