Friday, December 19, 2008

Víkingar á sigurbraut

Síðasta vika var góð fyrir félaga í V'ikingaklúbbnum. Í fyrsta lagi unnum við Íslandsmeistaramót geðdeildasveita þegar D-12 varð í efsta sæti, fjórða skiptið í röð. Við eigum nú fjóra bikara og erum að sprengja hilluplássið á deildinni. Í liðinu var m.a Ágúst Örn V'ikingur og liðstjóri var Masterinn. Í öðru lagi vann Masterinn fyrsta sætið á Friðriksmótinu í skák um daginn, þs efstur í flokki 2000 stiga og undir. Annar Víkingur Tómas Björnsson vann fyrstu verðlaun í flokki 2200 stiga og hærra. Í þriðja lagi vann Masterinn jólamót Vinjar í skák og vann glæsilega bikar að launum. Reyndar lenti hann í öðru sæti, þar sem Bandaríkjamaðurinn R'obert Lagerman keppti sem gestur. Glæsileg vika hjá okkar mönnum. Úrslit hér:

Íslandsmeistarmót geðdeildasveita.
Friðriksmótið.
Jólamót Vinjar
Meira um Friðriksmótið
Meira um geðdeildamótið
Myndir af mótunum

No comments:

Post a Comment