Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák og Víkingaskák, sem einnig var jólamót klúbbsins var haldið 30. desember í húsnæði Skáksambandi Íslands. Mótin voru tvö, það er Meistaramótið í Víkingaskák og Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák.
Meistaramótið í Víkingaskák.
1-2 Sveinn Ingi Sveinsson 4.5 af 5
1-2 Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5
3. Halldór Ólafsson 3
4. Ólafur Guðmundsson 2
5. Stefán Þór Sigurjónsson 1
6. Víkingur Víkingsson (skotta) 0
Gunnar Fr. Rúnarsson og Sveinn Ingi skiptu á milli sín meistaratitlinum árið 2008. Hvor keppandi hafði sjö mínútur á hverja skák.
Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák
1. Tómas Björnsson 8 vinn af 10
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 7
3. Stefán Þór Sigurjónsson 6.5
4-5 Haraldur Baldursson 3
4-5 Sigurður Ingason 3
6. Sveinn Ingi Sveinsson 1.5
Tómas Björnsson sigraði eftir snarpa taflmennsku og er skákmeistari Víkingaklúbbsins árið 2008. Gunnar Fr. Rúnarsson var hins vegar efstur í tvíkeppni klúbbsins, en þrír keppendur kepptu á báðum mótunum, þeir Gunnar Fr, Sveinn Ingi og Stefán Þór. Hvor keppandi hafði fimm mínútur á hverja skák.
sjá nánar á: skak.is
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment