Sunday, January 11, 2009

Stofnfundur Víkingaklúbbsins

Stofnfundur Víkingaklúbbsins var haldin, sunnudaginn 11. janúar kl. 17.00. Ákveðið var að stofna Víkingaskákklúbb formlega, en klúbburinn hefur verið starfræktur frá árinu 2001, með núverandi mannskap. Haustið 2006 stofnaði hluti af hópnum lið, sem þeir sendu á Íslandsmót skákfélaga í hefbundinni skák. En nú var ákveðið að kjósa bráðabyrgðarstjón. Formaður var kosinn, Gunnar Fr. Rúnarsson, en meðstjórnendur voru kosnir, Ólafur Guðmundsson og Tómas Björnsson. Sveinn Ingi Sveinsson núverandi meistari var líka á svæðinu, en Halldór Ólafsson boðaði forföll. Stefnt er að fyrsta aðalfundi félagsins, sunnudaginn 1. febrúar, en þá verður starfseminn skipulögð til framtíðar.

Formaður á fjölda mynda frá fyrri mótum og munu þær koma á netið fljótlega, en þær eru samt nokkrar sem ég hef hent inn í gegnum árin.
















No comments:

Post a Comment