Víkingaklúbburinn hefur fengið góða umfjöllun á skak.is, þar sem forseti Skáksambands Íslands sér um fréttir. Gunnar Björnsson hefur sýnt Víkingaskákinni mikinn áhuga m.a með því að birta fréttir og mæta svo sjálfur óundirbúinn á glæsilegt Íslandsmót 28. október síðasliðinn. Menn hafa held ég áttað sig á því að Víkingaskákin er ekki í neinni keppni við hina klassísku skák. Til þess erum við of fáir sem leika leikinn ennþá. Víkingakskákin er samt ágæt tilbreyting frá hinni hefðbundu skák og getur jafnvel í sumum tilfellum hjálpað til, m.a að upphugsa fórnir osf. Einnig er Víkingaskákin góð leið að sjá mikla hæfileika hjá efnilegum skákmönnum. Nú hefur myndast góð stemming í framhaldi af vel heppnuðu móti. Tafleild Hauka, Vinjar, Taflklúbbs heimspekinema og stúlknaklúbburinn stofna að líkindum litla víkingaskákdeild og í framhaldinu munum við koma á deildarkeppni, þar sem 3-4 manna lið munu keppa um Íslandsmeistaratitil Víkingaskákklúbba. Víkingaklúbburinn á alls ekki sigurinn vísan í þeirri keppni, enda eru t.d tveir Haukamenn strax orðnir mjög sterkir í Víkingaskák. Vonandi taka fleirri félög sig til og stofna litla klúbba til að keppa við þá bestu.
Það er ekki sjálfgefið að Víkingaskákin fái svona góða umfjöllun á skákfréttasíðu, enda telja margir að Víkingaskákin sé háflgerð helgispjöll við skákina. Svo eru aðrir sem sjá að víkingaskák er til tiltölulega hættulaust sport og séríslenskt, eins og skákir annara þjóða. Kínverjar eiga t.d sína skák, sem þeir kalla Xiangqui, Japanir eru m.a með Shogi, Thailendingar með thai-chess (makruk) auk þess sem ýmsar útgáfur eru til af hefbundinni skák, m.a þrívíddartafl. Víkingaskákin hefur það hins vegar fram yfir aðra skákleiki að teflt er á sextrendum reitum, sem gerir skákina enn flóknari!
Umfjöllun á Skak.is
Minningarmótið um Magnús Ólafsson hér:
Íslandsmótið í Víkingaskák hér:
Myndir af mótinu hér:
Thailendingar hafa m.a sitt afbigði af skák. Hún er að sjálfsögðu skyld klassísku skákinni eins og sjá má. Manngangurinn er aðeins öðru vísi, en er auðlærður. Reitirnir á borðinu eru 64 eins og í hinni hefbundnu skák, en í Víkingaskák eru reitirnir 85!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment