Thursday, October 28, 2010

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson höfundur Víkingaskákarinnar er fæddur á þessum degi 28. október árið 1924. Magnús hefði því orðir 86. ára í dag ef hann hefði lifað. Víkingklúbburinn er staðráðinn í að halda á lofti arfleið Magnúsar og hans helstu uppfinningu sem Víkingakskákin er. Íslandsmótið í fyrra var minningarmót um Magnús eins og mótið í ár.

Wednesday, October 27, 2010

Pistill formanns

4. deild

Víkingaklúbbnum-b var spáð góðu gengi í 4.deild enda valinn maður í hverju rúmi. Gengi sveitarinnar var þó örlítið lakara en vonast var til, en nýtt kerfi hefur nú tekið gildi í 3 & 4 deild svokallað match-point. Það er því mjög slæmt að tapa viðureign í toppbaráttu deildarinnar. Því miður töpuðust tvær viðureignir með minnsta mun, en nokkrir þéttir skákmenn gátu ekki mætt í fyrri hluta keppninnar, m.a þeir Sverrir Sigurðsson, Þröstur Ingibergsson, Ágúst Örn Gíslason, Kári Elíson og Óskar Haraldsson svo fáeinir séu nefndir. Í seinni hlutanum verða flestir þessa manna klárir í slaginn og því er ekkert útilokað að liðið komist upp um deild.

Í fyrstu umferð mótsins sigrði Vìkingaklúbburinn sterkt d-lið TR með minnsta mun. Sú sveit er frekar sterk á pappírunum. Í næstu umferði mætti sveitin svo hinum geysiöflugu nýliðum í Skákfélagi Íslands. Sú viðureign tapaðist því miður með minnsta mun. Í þriðju umferð vannst svo góður sigur á sveit frá Akureyri, en í lokaumferð fyrri hluta Íslandsmótisins kom svo tap gegn þéttri sveit "unglinganna " í Skáksambandi Asturland.

Fyrri hlutinn er lokið, en því miður töpuðust dýrmæt stig. Framtíðin er þó björt og liðsmenn b-sveitar geta borið höfuðið hátt. Þriðja sætið ætti að vera raunhæft markmið, ef það næst að smala saman sterku b-liði í seinni hluta keppninnar í mars.

Framistaða einstakra liðsmanna

Jónas Jónasson tefldi bara tvær skákir og stóð sig þokkalega á fyrsta borði. Ef hann hefði mætt í fleirri umferðir eins og upphafleg stóð til, hefði sveitin styrkst til muna niður á við. Jónas tapaði einni og vanna eina

Jón Úlfljóttsson tefldi af miklu öryggi og gerðir allar fjórar skákirnar jafntefli. Bara nokkuð góð niðurstaða á 1 & 2 borði þar sem andstæðingarnir eru alla jafna mjög sterkir.

Birgir Berndsen stóð sig mjög vel og vann þrjár fyrstu skákirnar, en tapaði óvænt í fjórðu umferð. Mjög góður árangur hjá Birgi.

Sveinn Ingi Sveinsson gerði tvö jafntefli og stóð fyrir sínu. Getur gert enn betur í seinni hlutanum.

Sigurður Ingason tefldi af miklu öryggi og vann eina skák og gerði tvö jafntefli.

Svavar Viktorsson tefldi þrjár skákir og tapaði tveim en gerði eitt jafntefli. Svavar hefur oft teflt betur og mun örugglega gera betur næst

Þröstur Þórsson tefldi tvær skaḱir og tapaði annari en gerði hina tafntefli. Þröstur hefur oft gert betur og bað um að láta taka sig út í síðustu umferðunum. Hann kemur sterkur inn síðar.

Ingimundur Guðumundsson tefldi þrjár skákir og vann tvær og leyfði aðeins eitt jafntefli. Ingimundur hefur alltaf staðið fyrir sínu og er þettur liðsmaður.

Gunnar Ingibergsson tefldi aðeins eina skák og gerðir janftefli við Akureyri-d. Gunnar fær örugglega að spreyta sig meira á næstunni, enda í örri framför.

Sjá nánar á Chess-results:

Tuesday, October 26, 2010

Þriðjudagsæfing

Æfing á Víkingaskákinni í kvöld, þriðjudaginn 26. október kl. 20.15. Viljum sérstaklega hvetja nýliða til að mæta í kvöld!

Tuesday, October 19, 2010

Úrslit á afmælismótinu

Afmælismót formanns var mjög skemmtilegt mót, þar sem níu keppendur voru mættir til leiks. Meðal þeirra voru þrír kornungir skákmenn úr Skákfélagi Íslands, sem voru komnir til að fá Vîkingatafl að gjöf frá klúbbnum fyrir góða mætingu. Tefldar voru 9. umferðir (allir við alla) með 7 mínútna umhugsunartíma. Mótið var gífurlega spennandi og ungu mennirnir komu ferskir inn. Páll Andrason átti gífurlega gott mót og náði m.a að vinna sterka meistara og stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Svo skemmtilega vildi til að hann mætti Gunnar Fr. í hreinni úrslitaskák í síðustu umferð, þar sem Gunnar þurfti að vinna skákina til að komast yfir Pál á vinningum. Jafntefli nægði Páli til sigurs og þau urðu úrslitin eftir mikið tímahrak.

Úrslit:

1. Páll Andrason 7.5 vinningar
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 7. v
3. Tómas Björnsson 6.5 v
4. Jon Birgir Einarsson 6
5. Guðmundur Lee 5.5
6. Sigurður Ingason 4.5
7. Halldór Ólafsson 3
8. Birkir Karl Sigurðsson 2
9. Arnar Valgeirsson 2
10. Orri Víkingsson (skotta) 0

Stórafmælismóts Gunnars Freys!

Víkingaskákmót/æfing í kvöld þriðjudag 19. október í félagsheimili Vîkingaklúbbsins. Mótið hefst kl 20.15. Mótið er tileinkað formanni klúbbsins sem átti stórafmæli i september. Afmælismótið í fyrra var stórskemmtilegt, en sigurvegari mótsins í fyrra varð Sveinn Ingi Sveinsson.

Úrslit afmælismóts 2009 hér:

Thursday, October 14, 2010

Pistill formanns

Íslandsmót skákfélaga lauk um síðustu helgi. Tefldar voru fjórar umferðir af sjö, en síðustu þrjár umferðirnar verða tefldar í mars á næsta ári. Víkingaklúbburinn sendi nú tvö öflug lið til keppni, en amk tveir sterkir skákmenn höfðu farið í önnur félg frá síðasta íslandsmóti. Þar munaði mest um að hinn feiknaöflugi Tómas Björnsson stjórnarmaður í Víkingaklúbbnum hafði gengið til liðs við Goðann. Í staðinn fengum við geysiöflugan Fidemeista Davíð Kjartansson sem leist vel á metnaðarfull áform klúbbsins um að komast í hóp þeirra beztu eftir 2-3 ár. Einnig gengu nokkrir þéttir skákmenn í okkar raðir, m.a Birgir Bendsen og Sigurður Ingason. Það skal einnig taka fram að nokkrir aðilar hafa sett sig í samband við formann og vilja taka þátt í ævintýrinu á næsta tímabili og þétta enn frekar raðir okkar.

3. deild

A-lið Víkingaklúbbsins var spáð góðu gengi í keppninni og þeir brugðust ekki væntingum aðdáenda. Í fyrstu umferð átti sveitin í kappi við vaska sveit C-liðs Vestmannaeyja. Leikar fóru svo að Víkingar unnu stórsigur á hinum efnilegu skákmönnum. Í umferð tvö mættum við svo einna sterkasta liðinu, þegar við mættum Vestamannneyingum B. Vestmanneyjingar voru með feiknisterkt lið, en af einhverjum orsökum stilltu þeir ekki upp sínu sterkasta liði gegn okkur að þessu sinni. Það gerðu þeir reyndar í umferðinni á eftir, þar sem Klímova stórmeistari kvenna, sem einnig er alþjóðlegur meistari karla tefldi á þriðja borði og sjálfur IM Sævar Bjarnason var á fjórða borði. Leikar fóru því þannig að Víkingaklúbburinn sigraði hið sterka lið 4-2 og þar munaði mestu sigur Ólafs Þórssonar á IM Sævari Bjarnasyni. Í þriðju umferð mættum við svo sterkri sveit Goðans. Hinn gamli refur Àsgeir Asbjörnsson náði að sigra okkar mann í fyrsta borði, en formaður Víkinga á sjötta borði náði að kreysta fram vinning á Sindra Goða. Í síðustu umferðinni mættum við svo KR-b, sem einnig virtist stilla upp frekar skringilega upp á móti okkur, því KR-b var liðið sem vann stórsigur á Víkingaklúbbnum í keppninni í fyrra, 5-1. Víkingaklúbburinn sigraði KR-b 4.5-1.5, en eflaust hefði sigurinn getað orðið stærri, ef Gunnar Fr. formaður hefði ekki leikið af sér hróki gegn andstæðingi sínum í spennandi endatafli, en skoðun á lokastöðu sýndi að endataflið hefði unnist auðveldlega.

Niðurstaða helgarinnar var í heildina mjög góð, en liðið er nú í efsta sæti þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Liðið hefur fengið flest sterku liðin, en á þó eftir að mæta amk tveim erfiðum andstæðingum. Helsti kostur liðsins er góð liðsheild og ótrúlega jafnt og þétt lið á pappírunum í elo-stigum talið. Þar munar mestu um innkomu Davíðs Kjartanssonar og endurkomu hins sterka skákmanns Arinbjarnar Gunnarsson sem loksins fékst til að mæta að skákborðinu aftur, en hann hefur verið skráður Víkingur í þrjú ár. Hver einasti Víkingur í a-sveitinni lagði sig 100% fram í fyrri hlutanum og því þurfti ekki að breyta liðinu í neinni umferð.

Framistaða einstakra liðsmanna:

Davíð Kjartansson tefldi allar skákirnar og ef frá er talin skákin við Ásgeir Ásbjörnsson í Goðanum, þá stóð Davíð sig vel og halaði inn vinninga á efsta borði.

Ólafur B. Þòrsson tefldi allar skákirnar af miklu öryggi og leyfði aðeins eitt jafntefli. Gífurlega sterkur liðsmaður sem verður seint fullþakkað innkomu hans í félagið. Teflir af mikilli ástríðu og fyllir liðið eldmóði og sjálfstrausti.

Arinbjörn Gunnarsson kom sérstaklega frá Ísafirði til að eiga ágætt come-back í skákina. Arinbjörn hafði ekki hreyft peð í mörg ár, en er geysilega stigahár og skólaður skákmaður. Arinbjörn olli ekki vonbrigðum og leyfði einungis tvö jafntefli.

Stefán Þór Sigurjónsson stóð sig vel að vanda og leyfði einungis tvö jafntefli.

Haraldur Baldursson tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki heldur skák, en leyfði þrjú jafntefli.


Gunnar Fr. Rúnarsson tefldi nokkuð vel, var þó alltaf í einhverju tímahraki og náði að snúa á andstæðinga sína. Hann tapaði þó illa síðustu skák sinni gegn KR, en hefði annars getað endað með fullt hús vinninga. Samt þokkalegt í heildina hjá liðstjóranum.

Nánari úrslit má sjá á Chess-Results:

4. deild

Pistill um 4. deildina er í vinnzlu :)

Tuesday, October 12, 2010

Æfing fellur niður

Æfing hjá Víkingaklúbbnum fellur því miður niður í kvöld þriðjudaginn 13 okt, vegna veikinda umsjónamanns.
Minni á stórmótið eftir viku :)
kv Stjórnin

Thursday, October 7, 2010

Meistaramót Vîkingaklúbbsins í skák

Hef- er orðið fyrir því að Meistaramótið í gömlu skákinni er haldið fyrir Íslandsmót skákfélaga. Î fyrra sigrÐI Ólafur B Þórsson, en hann átti ekki heimagengt að þessu sinni vegna flensu. Ûrslitin urðu þau að Gunnar Fr. Rûnarsson og Siguður Ingason urðu efstir og jafnir með 4.5 vinninga. Þeir tefldu svo tveggja skáka einvígi um titilinn, þar sem Gunnar hafði betur og sigraði 1.5-0.5

Úrslit:

1-2. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.5 vinningar
1-2. Sigurður Ingason 4.5 v.
3. Stefán Sigurjónsson 3. v
4. Hörður Gaarðarsson 2. v
5. Þröstur Þórsson 1. v.
6. Orri Víkingsson 0 v.

Myndir frá mótinu koma síðar :)

28. september

Þriðjudagsæfingin 28. september var stíluð inn á nýja Víkingskákmenn. Halldór ólafsson og Siguðrur INgasons stjórnuðu æfingunni og tekið var létt móti. Páll Andrason sem hefur einugnis mætt tvisvar í Víkingaskákina stóð sig vel og endaði með efstu mönnum. Einnig voru mættir á svæðið þeir Birkir Karl og Þorgeir Einarsson

Úrslit:

1-4 Halldór Ólafsson 2 vinninga
1-3 Pall Andrason 2 .v
1-3 Sigurður Ingason
4. Guðmundur Lee 0 v.

Monday, October 4, 2010

Meistamót Vîkingaklúbbsins

Meistaramót Vîkingaklúbbsins (gamla skákin) verður kl. 20.00 á morgun Þriðjudag 5. október. Mótið fer fram í félagsheimili klúbbsins, Kjartansgötu 5. Núverandi meistari er Ólafur B. Þórsson

Sunday, October 3, 2010

Mótaáætlun

Mótaáætlun haustið 2010 (með fyrirvara um breytingar)

5. október Meistaramót Víkingaklúbbsins í skák (þriðjudagur)
12. október æfing(þriðjudagur)
19. október Stórafmælismót Gunnars Freyrs 1o mín (þriðjudagur)
26. október æfing (þriðjudagur)
2. nóv atkvöld þrjár hraðskákir & þrjár atskákir (þriðjudagur)
9. nóvember æfing (þriðjudagur)
16-17.nóvember Íslandsmótið í atvíking 25 min(þriðjudagur & miðvikudagur)
23. nóvember æfing (þriðjudagur)
30. nóvember æfing Íslandsmótið í Víkingaskák 15 min(þriðjudagur)
7. desember æfing (þriðjudagur)
14. desember íslandsmót Víkingaskákfélaga hraðskákkeppni (þriðjudagur)
21. desember æfing (þriðjudagur)
28. desember Jólamót Víkingaklúbbsins 7 min(þriðjudagur)

Viljum biðja félagsmenn um að fylgjast með breyttri mótaáætlun. Í sumum tilfellum verða mót og æfingar færðar yfir á miðvikudaga eða jafnvel fimmtudaga og þá verður það auglýst sérstaklega. Einnig má gera ráð fyrir að stærri mótin verða tefld annars staðar td í Vin hverfisgötu eða Skáksambandinu.