Árið 2010 var bezta ár í sögu Vìkingaskákarinnar. Aldrei hafa verið fleirri mót, fleirri æfingar og fleirri iðkenndur. Meiri hefð er að skapast í kringum félagstarfið. Íslandsmót í nóvember ár hvert þar sem keppt er með atskákfyrirkomulagi og fjölmennt jólamót í desember. Keppt var í deildakeppni í Víkingaskák í fyrsta sinn í vor þar sem keppendur voru 23 í 7 félögum. Þetta var án efa fjölmennasta víkingaskákmót frá upphafi. Æfingarnar voru ekki eins fjölmennar en fámenn mót geta verið oft miklu skemmtilgeri en fjölmenn mót. Fámennið er einnig okkar styrkur og þjappar okkur enn meira saman. Mikla athygli vakti Kastljósinnslag í vor um Vìkingaskákina og sögu hennar.
Víkingaklúbburinn stóð sig einnig mjög vel í Íslandsmóti skákfélaga og sigrði 4. deildina í vor. Keppnin í 3. deild byrjaði einnig með látum þar sem klúbburinn er efstur eftir fyrri hlutann og b. liðið er ofarlega í fjórðu deild. Með þvi að vera blandaður skákklúbbur höfum við haldið tengslin við gömlu skákina og lokkað til okkar nýja iðkenndur. Aldrei hafa m.a fleirri konur og unglingar tekið þátt í Víkingaskák, en á þessu ári.
Mörg spennandi verkefni eru framundan, m.a að koma víkingaskákinni á internetið. Þá mun verða algjör sprengja í útbreiðslunni. Einnig að framleiða fleirri töfl og dúka, en það stendur vonandi til bóta.
Fyrsta æfingin eftir áramót verður miðvikudaginn 12. janúar og verður hún að venju haldin á Kjartansgötu 5 í kjallara. Ný mótaáætlun fyrir árið 2011 mun koma ekki seinna en í næstu viku. Þó mun vera nauðsynlegt að færa til dagsetningar og mót, en það verður allt auglýst sérstaklega.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment