Saturday, March 26, 2011

Heimslistinn

Hinn talnaglöggi Víkingur Sigurður Ingason hefur tekið að sér að reikna út fyrstu elo-Víkingaskáḱstigin. Upplýsingar um mót síðustu tveggja ára hafa verið vandlega skráð í svörtu bókina og því eru þessi stig nokkuð áreiðanleg. Sigurður mun sjálfur seinna gera grein fyrir reikningsformúlunni, en hann notast að mestu við þekktar reikningsaðferðir Ungverjans Arpad Elo. Nokkrir sterkir Víkingaskákmenn komast ekki inn á listann að þessu sinni, því þeir eru enn með of fáar skákir reiknaðar, en munu að sjálfsögðu fljúga inn á listann þegar þeir hafa náð lágmarksfjölda skáka. Þeirra á meðal er Rúnar Berg, Þorgeir Einarsson, Inga Birgisdóttir, Jón Birgir Einarsson osf. Það kemur í ljós að þrír efstu menn eru svo jafnir að munur þeirra er varla marktækur. Sveinn Ingi Sveinnson fær þann heiður að leiða heimslistann fyrstur manna og er hann vel að því kominn, enda með flesta sigra í stórmótum síðustu árin!

1. Sveinn Ingi Sveinsson 1878
2. Tómas Björnsson 1866
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 1865
4. Ingi Tandi Traustason 1844
5. Guðmundur Lee 1823
6. Ingimundur Guðmundsson 1748
7. Sigurður Ingason 1701
8. Páll Andrason 1691
9. Jorge Fonsega 1674
10. Ólafur B. Þórsson 1671
11. Stefán Þór Sigurjónsson 1665
12. Arnar Valgeirsson 1576
13. Halldór Ólafsson 1542
14. Þröstur Þórsson 1506
15. Birkir Karl Sigurðsson 1398
16. Ólafur Guðmundsson 1312

No comments:

Post a Comment