Miðvikudagsæfingin 24 mars var mjög skemmtileg. Mættir voru fimm sterkir Víkingaskákmenn ásamt nýjum félaga Stefáni Þorgrímssyni kvikmyndagerðamanni sem ætlar að gera heimildarmynd um Víkingaskákina á næstu misserum. Stefán var ekki með að þessu sinni en fylgdist með af miklum áhuga. Ingi Tandri og Ólafur B. Þórsson voru sterkarstir í gærkvöldi, en því miður gat Ólafur ekki klárað mótið, því hann þurti að mæta á fund og gaf því tvær síðustu skákir sínar, en hann og Ingi Tandri áttu að mætast í næstsíðustu umferð. Ingi Tandri sigraði því glæsilega á mótinu með fjóra vinninga. Ólafur B. Þórs, Gunnar Fr og Halldór Ólafsson lentu svo í 2-4 sæti með tvo vinninga. Tefld var einföld umferð með 10. mínútna umhugsunartíma.
Úrslit:
1. Ingi Tandri 4. vinningar
2-4 Ólafur B. Þórsson 2. v
2-4 Gunnar Fr. Rúnarsson 2. v
2-4 Halldór Ólafsson 2.v
5. Sigurður Ingason 0.v
Æfingin 23. febrúar (síðast æfing fyrir deildó) fór þannig að Tómast Björnsson sigraði. Teflt var hin hefbundna gamla skák. Teflt var tvöföld umferð með 5. mínútna umhugsunartíma.
Úrslit:
1. Tómas Björnsson 6. vinningar
2. Gunnar Fr. 3.5 v.
3. Ingi Tandri 1. v
4. Jón Úlfljótsson 0.5 v.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment