Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram dagana 4-5 mars síðasliðin. Erfitt verkefni beið Víkingaklúbbsins í tveim deildum. A-lið Víkingaklúbbsins var í efsta sæti eftir fyrri hluta keppninnar i 3. deild. Liðið hafði í raun verið heppið að standa svona vel að vígi, því keppinautarnir voru geysiharðir. Vestmannaeyingar stilltu m.a frekar veikt gegn okkur í fyrri hlutanum og sama var hægt að segja um lið Goðans, sem styrkti sig svo um munaði í seinni hlutanum. Fékk m.a tvo mjög sterka jaxla í hópinn, þá Þröst Árnason og Kristján Eðvarðsson. Ekki vissum við hvort hin liðin myndu einnig styrkja sig, en við óttuðumst að Garðbæingar andstæðingar okkar í 5. umferð myndu spila út nýju trompi, enda voru þeir komnir í bullandi toppbaráttu. Því var það ljóst að Víkingaklúbburinn þyrfti að vinna allar viðureignir sem þeir áttu eftir til að verða öruggir að komast upp um deild. Takmarkið náðist því liðið náði að vinna rest og unnu glæsilegan sigur í deildinni. Þó stóð liðið höllum fæti á tímabili gegn TG, en í lokin vannst glæsilegur varnarsigur. M.a átti Gunnar formaður glæsilega fórn á sinn andstæðing, en sá ekki. Lék svo af sér skákinni í endatafli. Sigur gegn Garðbæingum með minnsta mun var gríðarlega mikilvægur.
B-liðið var einnig í hörkubaráttu um efstu sætin í 4. deild, þótt sennilega væri vonlaust að ná efsta sætinu, því B-liðið hafði tapað tveim viðureignum með minnsta mun í fyrri hlutanum. Því var ekkert annað að gera en að vinna allar þær viðureignir sem eftir voru til að tryggja sér þriðja sætið. Það takmark náðist, þótt liðið hafi á endanum náð 3-4 sæti, en því miður vantaði bara hálfan vinning til að komast upp upp um deild á kostnað Vestmanneyja-d. En liðin voru jöfn á Match-point stigum. B-liðið stóð sig þó með sóma og mun stefna á að verða með efstu liðum í næstu keppni.
Framistað liðana í einstökum umferðum
5. umferð: A-liðið náði að leggja öflugt lið Taflfélags Garðarbæjar. Davíð náði að leggja Jóhann Ragnarsson, Ólafur B. Þórsson náði að vinna Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Arinbjörn vann sína viðureign á þriðja borði. Stefán Þór á fjórða borði og Gunnar Fr. á sjötta borði töpuðu sínum viðureignum. Haraldur Baldurs náði jaftefli. Gríðalega mikilvægur sigur, en á tímabili stóðu Garðbæingar til sigurs í viðureigninni. B-liðið mætti C-lið Garðarbæjar í þessar umferð. Því miður verður að viðurkenna að við vanmátum hið unga lið Garðarbæjar. Þeir komu sterkir til leiks og niðurstaðan var sigur með minnsta mun. Frímann Benediktson tefdi á 1. borði í sinni fyrstu skák fyrir klúbbinn og vann gífurlega mikilvægan sigur.
6. umferð: A-liðið fékk þétt lið Hellis-C sem var til alls líklegt. Davíð átti í erfiðleikum með fyrstaborðs mann Hellis og skákin endaði jafntefli. Ólafur fékk hina bráðefnilegu Hallgerði Helgu og náði á endunum að vinna. Arinbjörn tók líka til sinna ráða og sigraði á Kóngsbragði, þar sem hvíti kóngur hans var kominn út á borðið. Stefán Þór gerði jafntefli í sinni viðureign. En hinar skákirnar unnust. Niðurstaðna var 5-1 sigur, sem tryggði Víkingum að öllum líkindum annað sætið. Vestmannaeyingar-b og Goðinn gerður jafntefli 3-3 í þessari umferð sem voru mjög þægileg úrslit fyrir Víkinga. Víkingaklúbburinn-b náði að vinna stórsigur á SSSon, en tvær skákir enduðu jafntefli. M.a gerði Stefán Bjarnason "Heiðursvíkingur" jafntefli við Ingimund Guðmundsson. Stefán hafði í sömu viku gengið í Selfoss-liðið úr Víkingaklúbbnum. Því miður tók hann þarna mjög mikilvægan punkt af b-liðinu, en því miður var lítið hægt að gera í því. Ekki var ljóst hvort Stefán var löglegur með þeim.
7. umferði: A-liðið fékk nú Taflfélag Garðarbæjar-B. Þótt andstæðingurinn væri ekki stigaháir á pappírunum þurfti lítið út af að bregða. Sem betur fer voru allir Víkingar vel þéttir og baráttuglaðir og niðurstaðan var stórsigur gegn vösku liði Garðarbæjar. Goðinn mætti C-liði Hellis sem voru nú mun betur skipaðir en daginn áður. Goðanum tókst samt að vinna stórt, en það dugði ekki til, því Víkingar sigldu taplausir í gegnum seinni hluta kepninnar. Víkingaklúbburinn-b vann mjög þétt lið Goðans-b, en lokaniðurstaðan var 4-2 Víkingum í vil. Því miður kom það í ljós eftir viðureignina að einungis vantaði hálfan vinning til að komast upp um deild. Bæði Jón Úlfljótsson og Birgir Berndsen gátu teflt til sigurs í sínum skákum. Niðurstaðna var þó 4. sætið sem telst vera ágætis árangur.
Að lokum:
Víkingaklúbburinn-A stóð sig frábærlega að vinna hina erfiðu 3. deild með góðu forskoti. Liðið gerði einungis jafntefli í einni viðureign, sem var fram úr björtustu vonum. B-liðið stóð sig líka frábærlega þótt fleirri góðir liðsmenn hefðu gefið kost á sér og styrkt þar með liðið niður á við. Menn eins og Sverrir Sigurðsson, Sveinn Ingi Sveinsson, Jónas Jónasson og nokkrir aðrir gátu ekki teflt í seinni hlutanum. Eins voru tvö töp í fyrri hlutanum með minnsta mun slæmt vegarnesti í seinni hluta keppninnar. B-liðið vann þó fimm viðureingir og gerir vonandi bara betur í næstu keppni.
Framistaða einstakra liðsmanna í seinni hlutanum
Davíð Kjartansson 2.5 . v af 3 (5 af 7). Davíð tefldi. af miklu öryggi í allri keppninni og veitti liðinu mikið sjálfstraust. Efstu borðin þrjú drógu vagninn og það gerði gæfumuninn.
Ólafur B. Þórsson 3. v af 3 (6.5 af 7). Ólafur stóð sig gríðalega vel og var í feiknastuði. Er gríðalega sterkur liðsmaður sem er enn að bæta sig í skákinni. Veitti liðinu gífurlegt öryggi með fumlausri taflmennsku.
Arinbjörn Gunnarsson 3. v af 3 (6 af 7). Arinbjörn kom manna mest á óvart í liðinu. Menn vissu að hann væri gamall refur og stigahár, en erfitt var að giska á hversu góður sterkur hann væri eftir nær áratuga hvíld frá skákinni. Niðurstaðan var mjög góð og Arinbjörn tefldi sína gambíta af mikilli list.
Stefán Þór Sigurjónsson 1.5 af 3 (4.5 af 7). Stefán var ekki í sínu besta besta formi en skilað þó sínu. Þokkalegur heildarárangur.
Haraldur Baldursson 2 af 3 (4.5 af 7). Haraldur stóð fyrir sínu á fimmta borði. Tefldi aldrei í tvísínu og er gífurlega öruggur liðsmaður, sem tapar sjaldan skák.
Gunnar Fr. Rúnarsson 2 af 3 (5 af 7). Liðstjórinn stóð sig þokkalega. Gerði sig þó sekan um nokkur byjunarmistök. Átti aldrei að tapa skaḱinni í 5. umferð, en þar sá hann ekki glæsilega tvöfalda hróksfórn sem hefði glatt augað. Tapaði einnig slysalega gegn KR í fyrri hlutanum. Samt þokkalegur í heildina.
Frímann Benediktsson. 1 af 1. Sigraði sína skaḱ af öryggi. Er nýlega gengin til liðs við klúbbinn frá TR. Á eftir að gera góða hluti í næstu keppni.
Jónas Jónasson 1 af 1. (2 af 3). Tefldi bara eina skák í seinni hlutanum og vann mikilvægan sigur. Hefði átt að gefa meira kost á sér. Styrkir liðið mikið þegar hann mætir.
Jón Úlfljóttsson 2 af 3 (4 af 7) Tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki skák. Mikilvægur liðsmaður sem gefur alltaf kost á sér og er því ómetanlegur í baráttuna.
Birgir Berndsen 1.5 af 2 (4.5 af 6). Stóð sig mjög vel og er sókndjarfur liðsmaður í framför. Heldur vonadi áfram með Víkingum.
Sigurður Ingason 2 af 3 (4 af 6) Stóð sig vel í heildina. Lék þó illa af sér í 5. umferð. Góður liðsmaður sem fórnar sér fyrir málstaðinn.
Svavar Viktorsson 1.5 af 2 (2 af 5) Sterkur liðsmaður sem stendur sig oftast vel. Kom sterkur inn í seinni hlutann.
Ingimundur Guðumundsson 1 af 2 (3.5 af 5) Stóð sig þokkalega í heildina. Er duglegur að bjóða sig fram og getur teflt mjög vel þegar hann er í stuði.
Birgir Jónsson 1 af 2. Nýr liðsmaður sem á eftir að koma sterkur til leiks. Tapaði því miður illa í 5. umferð, en stóð sig mun betur í næstu þegar hann sigraði.
Ágúst Örn Gíslason 0.5 af 1. Gerði jafntefli við sterkan liðsmann Goðans í síðustu umferð. Voandi fæst hann til að tefla meira á næsta tímabili, enda mjög öflugur liðsmaður.
Gunnar Ingibergsson 1 af 1 ( 1.5 af 2). Gunnar stóð sig með sóma. Er í framför og er vel skólaður skákmaður með góða byrjunarþekkingu. Teflir vonandi meira á næsta Íslandsmóti.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment