Tuesday, May 24, 2011

Íslandsmót Víkingaskákfélaga

Annað Íslandsmót Víkingaskákfélaga verður haldið í húsnæði Vinjar við Hverfisgötu á fimmtudaginn 26. mai og hefst taflmennska kl. 19.00. Sjö lið hafa skráð sig til leiks með þriggja manna sveitir og eru tímamörk 15. mínútur á skákina. Búist er við hörku barátu jafnra liða um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í Víkingaskák, en teflt verður um stóran farandbikar og eignarbikar, auk þess sem veitt verða sérstök verðlaun fyrir árangur á hverju borði. Þeir sem ekki eru skráðir í lið geta komið og fengið að tefla með þeim liðum sem skráð eru til leiks. Boðið er upp á veitingar á staðnum.

1. Víkingaklúbburinn (liðstjóri: Gunnar Fr. Rúnarsson)
2. Forgjafarklúbburinn (liðstjóri: Halldór Ólafsson)
3. Haukar (liðstjóri: Ingi Tandri Traustason)
4. Hellir (liðstjóri: Róbert Lagerman)
5. Skákfélag Vinjar (liðstjóri: Arnar Valgeirsson)
6. Guttormur Tutti (liðstjóri: Þorgeir Einarsson)
7. Skákfélag Íslands (liðstjóri: Páll Andrason)

Skákstjóri verður Haraldur Baldursson.

Mótið í fyrra heppnaðist mjög vel, en hægt að að sjá úrslit úr því móti hér:

No comments:

Post a Comment