Wednesday, May 4, 2011

Miðvikudagsæfingin

Miðvikudagsæfingin 4. mai var fámenn en góðmenn. Mættir voru fjórir, en Þorgeir Einarsson kom aðeins of seint og var því ekki með í mótinu. Gunnar Fr. Rúnarsson sigraði á sinni þriðju æfingu í röð og hefur sett stefnuna á að ná efsta sætinu á heimsstigalistanum. Gunnar vann allar sínar skákir, en teflt var með 10 mínútna umhugsunartíma, allir við alla.


Úrslit:


1. Gunnar Fr. 3 vinningar

2. Halldór Ólafsson 2.v

3. Stefán Þór Sigurjónsson 1. v

4. Orri Víkingsson (skotta) 0 v.

No comments:

Post a Comment