Friday, May 27, 2011

Íslandsmót Víkingaskákfélaga 2011

Annað Íslandsmót Víkingaskákfélaga var haldið í húsnæði Vinjar við Hverfisgötu fimmtudaginn 26. mai. Mótið heppnaðist vel, en alls mættu sjö sterkar sveitir til leiks. Tefldar voru sjö umferðir þar sem allar sveitir mættust innbyrgðis og umhugunartími á hverja skák var 12. mínútur. Fyrirfram var búist við að keppnin um efsta sætið yrði á milli Víkingaklubbsins, Hauka, Guttorms Tudda, Skákfélags Íslands og Forgjafarklúbbsins. En spútnik-sveitir Þróttar og Vinjar komu gífurlega á óvart með því að vera í toppbárattunni.

Víkingaklúbburinn sigraði á mótinu, en sigurinn var mjög tæpur í lokin, því Forgjafarklúbburinn sem byrjaði mótið mjög illa tók sig vel á lokasprettinum og þurfti að vinna Þrótt 3-0 í síðustu umferð til að vinna mótið, en Stefán Þór á öðru borði lék sig óvænt í mát í vænlegri stöðu og viðureignin endaði 2-1 fyrir Forgjafarklúbbinn. Sveit Víkingaklúbbsins var skipuð mjög þéttum Víkingaskákmönnum, þeim Tómasi Björnsyni, Sigurði Ingasyni og Þresti Þórssyni. Sveinn Ingi stigahæst Víkingaskákmaður heims komst ekki á mótið að þessu sinni. Gunnar Fr. formaður Víkingaklúbbsins leiddi svo sterka sveit Forgjafarklúbbsins, sem sumir vildu kalla Víkingaklúbburinn-b. Formaðurinn byrjaði mótið mjög illa, en tók sig á í lokin og var lið Forgjafarklúbbsins grátlega nálægt því að vinna mótið. Haukar náðu þriðja sæti, en þeir eru með mjög sterka sveit undir forustu Inga Tandra Traustasonar.

Veitt voru sérstök verðlaun fyrir besta árangur á hverju borði, en Ingi Tandri Traustason Haukum stóð sig mjög vel og vann borðaverðlaun fyrir 1. borð með 5.5 vinninga af sjö mögulegum. Sigurður Ingason Víkingaklúbbnum stóð sig best á öðru borði og fékk fjóra vinninga af fimm mögulegum ásamt Hrannari Jónssyni Vinjarmanni. Á þriðja borði stóð Þröstur Þórsson Víkingaklúbbnum og Halldór Ólafsson Forgjafarklúbbnum sig best með 5.5 af sjö mögulegum.

Keppendur á mótinu voru alls 21 skákmenn í sjö sveitum, en 23 skákmenn tóku þátt í mótinu í fyrra.

Lokastaðan:

1. Víkingaklúbburinn 14.5 vinningar
2. Forgjafarklúbburinn 14.0
3. Haukar 13.0
4. Vin 13
5. Skákfélag Íslands 11
6. Þróttur 10.5
7. Guttormur 9
8. Skotta 0.0

Sveitirnar skipuðu eftirfarandi skákmenn:

Víkingaklúbburinn: Tómas Björnsson, Sigurður Ingason & Þröstur Þórsson.
Guttormur: Þorgeir Einarsson, Bjarni Sæmundsson & Ingimundur Guðmundsson.
Haukar: Ingi Tandri, Jorge Foncega & Sverrir Þorgeirsson
Forgjafarklúbburinn: Gunnar Fr. Rúnarsson, Stefán Þ. Sigurjónsson & Halldór Ólafsson.
Þróttur: Arnar Valgeirsson, Jón Birgir Einarsson & Knútur.
Vin: Ólafur B. Þórsson, Hrannar Jónsson & Inga Birgisdóttir.
Skákfélag Ísland: Páll Andrason, Birkir Karl Sigurðsson & Örn Leó.






No comments:

Post a Comment