Monday, August 29, 2011

Sumarfríi að ljúka

Víkingaskákmenn hafa verið í sumarfríi í sumar og hlaðið batteríin fyrir næsta vetur enda spennandi verkefni framundan. Meðal annars er mikið að gerast í Víkingaskákinni sjálfri og eins er Íslandsmót skákfélaga í klassísku skákinni í Október, þar sem Vìkingaklúbburinn verður með sterkt lið í 2. deild og tvö lið í 4. deild. Víkingaklúbburinn fékk m.a góðan liðstyrk í sumar og fleirri munu jafnvel vera á leiðinni.

Magnús Örn og Lárus gerast Víkingar, frétt heŕ:

Klúbburinn fékk einnig ágæti boð í ágúst um að taka þátt í skákhátíð á menningarnótt þar sem Víkingaskákin var kynnt fyrir áhugasömum. Sú kynning heppnaðis ágætlega.

Kynning á Víkingaskák á menningarnótt, frétt hér:

Víkingaklúbburinn tók þátt í hraðkeppni félaganna í sumar, en í tvo síðustu skipti sem klúbburinn hefur verið með, hefur Skákdeild KR slegið klúbbinn úr í fyrstu umferð. Í ár erum við hins vegar mikil sterkari og erum óvænt komnir í 4. liða úrslit bestu félaga landsins og mætum Helli í undanúrslitum. Sú viðureign verður æsispennadi.

Kynning á hraðkeppni taflfélaga, frétt hér:
Víkingar lögðu Fjölni í undankeppni, frétt hér:
Víkingar lögðu Hauka í 16. liða úrslitum, frétt hér:
Víkingar lögðu Skákfélag Íslands í 8. liða úrslitum, frétt hér:

Nokkrir félagar í Víkingaklúbbnum hafa verið að tefla í sumar og Davíð Kjartansson fidemeistari hefur staðið sig vel, en hann teflir að öllum líkindum í Landsliðsflokki á Skákþingi Íslands í haust.

Davíð Kjartansson vinnur Árbæjarmótið frétt hér:

Víkingaklúbburinn mum vera í mikilli baráttu á Íslandsmót skákfélaga 7-9 október næstkomandi. Klúbburinn stefnir á að vera í toppbaráttu í 2 & 4 deild í vetur. Dregið var um töfluröð í efstu deildum um daginn.

Íslandsmót skákfélaga töfluröð, frétt hér:

Víkingaklúbburinn verður í samstarfi við Knattspyrnufélgaið Þrótt um samstarf í framtíðinni. Fyrir liggur viljayfirlýsing að beggja hálfu. Ekki þurfti að breyta lögum félagsins Þróttar, enda er þar skákdeild fyrir, sem að mestu hefur verið óvirk. Samstarfið mun klárlega vera lyftistöng fyrir klúbbinn og Knattspyrnufélgaið Þrótt og verður klárlega beggja hagur. Þróttarar fá fullmótað skákfélag með sterkustu skákmönnum landsins og á móti eiga þeir frábært húsnæði og sem gerir möguleika á unglingastarfi sem er í starholunum. Einnig verður stuðningur við Víkingaklúbbinn/Þrótt ef og þegar klúbburinn kemst í efstu deild á næsta ári, en þá er stefnan að vera í toppbaráttunni og ekkert annað. Klúbburinn verður í vetur með æfingar og mót tvisvar í mánuði, þar sem Víkingaskák og skák verða til skiptist, enda blandaður skákklúbbur. Eina sem á eftir að gera er að skipa formlega nýja stjórn og ákveða nafnabreytingu fyrir liðið, m.a í Íslandsmóti skákfélaga. Annars mun ekkert breytast í starfsemi klúbbsins nema að betri grunnur hefur skapað fyrir framtíðarútrás í skák og Vìkingaskák. Mótaáætlun vetrarins verður birt eftir nokkra daga hér á vefnum.

Sú hugmynd kom upp um daginn að senda lið á Reyjavíkurmót skákfélaga, Icelandic Express mótið. Þetta var stuðningsmannakeppni og því var talið að félagar í Víkingaklúbbnum væru ekki "löglegir" í Þróttaraliðið að þessu sinni. Hins vegar var það hugmynd Þorgeirs Einarssonar og Svavars Viktorssonar að það væri frábær byrjun fyrir Þrótt á skáksviðinu að vinna verðlaun í liðakeppni þessu móti og gefa þannig tóninn inn í framtíðina. Þeir sem tóku þátt úr Víkingaklúbbnum voru Þróttararnir. Svavar Viktorsson og Gunnar Fr. Rúnarsson, en aðrir Þróttarar úr öðrum skákfélögum drógu vagninn. Frábær árangur náðist því Þróttur náði 2. sæti í keppninni sem kom verulega á óvart. Munaði þar mestu um innkomu IM Karls Þorsteins á síðustu stundu. Ingvar Þór Jóhannesson var á 2. borði, Daði Ómarsson á þriðja. Gunnar Fr. Rúnarsson á 4. borði og varamenn voru Örn Leó Jóhannsson og Svavar Viktorsson, en allir tefldu þeir í mótinu og stóðu sig með sóma.

Þróttur í 2. sæti á Reykjavíkurmótinu, frétt hér:
Myndir frá Iceland Express mótinu hér:




No comments:

Post a Comment