Tuesday, September 6, 2011

Mótaáætlun haustið 2011

Mótaáætlun Víkingaklúbbsins & Skákdeildar Þróttar er nú loksins komin á vefinn. Reynt verður að hafa dagskránna sem fjölbreyttasta og eftir samvinnuna við skákdeild Þŕóttar verður nú klassísku skákin og Víkingaskákinni i jöfnum hlutföllum. Æfingar og mót í Vîkingaskákinni verða á Kjartansgötu 5. Skákmót verða haldin í Laugarlækjarskóla og stærstu mót felagsins verða svo haldin í Þróttaraheimilinu stóra salnum,

Mótaáætlun haustið 2011

10. september. Víkingaskák: Afmælismót formanns. Hróksafbrigðið (fimmtudag)
21. september. Skák: Meistaramót Þróttar í atskák. 6 umf. 15 mín (Laugarlækjarskóli) kl 19.30
5. október. Víkingaskák: Miðnæturmótið. Reykjarvíkurmótið 10 mín (Kjartansgata)
19. október. Skák: Meistaramót Þróttar í 10 mín skák. 7 umf. 10. min.
2. nóvember. Víkingaskák: Meistaramótið í 10 mín. (Kjartansgata)
16. nóvember. Skák. æfing (Laugarlækjaskóli).
30. nóvember: Víkingaskák: Íslandsmótið í Vîkingaskák. 7. umf. 15. mín. (Stóri salur)
14. desember: Skák: Meistaramót Þróttar í hraðskaḱ. 7. umf. 2x5. min. (Stóri salur)
28. desember: Skaḱ&Víkingaskák. Jôlamót Víkingaklúbbsins. (Stóri salur)

Þessi mótaátælun er ekki fullmótuð og gæti tekið breytingum. Almennt eru æfingar Víkingaklúbbsins-Þŕottar á miðvikudögum en geta færst yfir á fimmtudaga við sérstakar aðstæður, en þá verður það auglýst sérstaklega. Afmælismót formanns verður fyrsta víkingaksákmót haustsins og áhugasamir verða á staðfesta þátttöku (facebook eða sms: 8629744) ef þeir vilja vera með. Keppnisstaður á fyrsta mótinu verður Álftamýri 56. Æfingar og mot hefjast ávalt kl. 20.00, nema annað sé tekið fram.

No comments:

Post a Comment