Miðvikudagsæfing Víkingaklúbbsins-Þróttar var haldin 19. október í Laugarlækjaskóla. Mæting var bara sæmileg á þessari annari skákæfingu Þróttar, en margir skákmenn sem tengjast félaginu voru að tefla sama kvöld síðustu umferð á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Davíð Kjartansson náði eftir erfiða byrjun öðru sætinu á Haustmótinu rétt á eftir Guðmundi Kjartanssyni, en ekki munaði miklu að hann næði honum að vinningum í lokaumferðinni. Haraldur Baldursson tefldi einnig í a-flokki og stóð sig með sóma. Davíð mun fljótlega tefla í Landsliðsflokki á Skákþingi Íslands undir merkjum Víkingaklúbbsins-Þróttar.
Úrslit á Haustmótinu hér:
Upphaflega stóð til að tefla 10. mínútna skákir á miðvikudagsæfingunni, en menn voru í miklu hraðskákstuði og það var ákveðið að breyta mótinu í hraðmót þar sem allir tefldu við alla, tvisvar sinnum fimm mínútur. Gunnar Fr. Rúnarsson kom nú sterkur til baka eftir deildarkeppnina og náði að verða fyrir ofan strákana, m.a nýbakaðan atskákmeistara Þróttar, Stefán Sigurjónsson sem varð í 2. sæti. Jón Úlfljótsson varð þriðji.
Úrslit:
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 7.0 vinn. (af 8).
2. Stefán Sigurjónsson 5.0 v.
3. Jón Úlfljótsson 4.o v.
4. Svavar Viktorsson 2.5 v.
5. Jóhannes K. Sólmundarson 1.5.v
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment