Saturday, October 15, 2011

Miðnæturmótið

Miðnæturmótið, Reykjarvíkurmótið í Víkingaskák var haldið miðvikudaginn12. október. Telft var í fyrsta skipti í litla salnum í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Sá salur er mjög hlýlegur og hentar vel mótum að þessari stærðargráðu. Frábært að tefla innanum alla þessa bikara og félagsaðstaðan lofar vissulega góðu. Sex keppendur mættu á mótið og var það frábær þátttaka því Geðmót Vinjar var haldið á sama tíma í húsnæði TR í Faxafeni. Tómas Goði Björnsson kom sterkur til leiks varð í efsta sæti, leyfði eitt jafntefli við Gunnar Fr. í fyrstu umferð. Gunnar Fr. kom svo næstur með 4. vinninga, gerði jafntefli við hinn bráðefnilega Víkingaskákmann Þröst Þórsson í næstsíðustu umferð og Tómas í fyrstu umferð.

Úrslit:

1. Tómar Björnsson 4. 5 vinn.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 4.0 v.
3-5. Þorgeir Einarsson2 v.
3-5. Halldór ólafsson 2 v.
4-5. Þröstur Þórsson 2.v
6. Ingimundur guðmundsson 0.5 v.



No comments:

Post a Comment