2. deild
A-lið Víkingaklúbbsins var spáð góðu gengi í keppninni og þeir brugðust ekki væntingum aðdáenda. Í fyrstu umferð átti sveitin í kappi við vaska sveit b-liðs Taflfélags Reykjavíkur. Leikar fóru svo að Víkingar unnu stórsigur 4.5-1.5, en Ólafur B. Þórsson tapaði óvænt sinni skák gegn Kjartan Maack. Í umferð tvö mættum við svo einna sterkasta liðinu, þegar við fengum Hauka-A. Haukar voru með feiknisterkt lið, en við náðum að vinna þá 6-0. Í þriðju umferð mættum við svo sterkri sveit KR-A, en sú viðureign endaði 5.5-05. Í síðustu umferðinni mættum við svo erkiféndum okkar í skákinni og stórvinum í Goðanum. Sú viðureign var geysihörð og skákirnar skiptu margoft um eigendur, en á endanum náði Víkingakúbburinn að sigra með minnsta mun, 3.5-2.5. Hægt er að lesa um þessa stórskemmtilegu viðureign á heimasíðu Goðans, en sjálfur var ég svo spenntur að ég gat ekki horft á leika þegar hæst stóð. Skilst að á tímbili hafi Goðinn staðið til vinnings á nokkrum borðum.
Frásögn hér:
Niðurstaða helgarinnar var í heildina mjög góð, en liðið er nú í efsta sæti þegar einungis þrjár umferðir eru eftir. Liðið hefur fengið flest sterku liðin, en á þó eftir að mæta amk einum erfiðum andstæðing. Helsti kostur liðsins er góð liðsheild og ótrúlega jafnt og þétt lið á pappírunum í elo-stigum talið. Þar munar mestu um innkomu Luis Galego, Jan-Willem de Jong og Biöncu Muhren. Hver einasti Víkingur í a-sveitinni lagði sig 100% fram í fyrri hlutanum og því þurfti ekki að breyta liðinu í neinni umferð.
Pistill um 3. deildina og 4. deildina er í vinnslu, en í stuttu máli má segja að B-liðið sé í hörku baráttu um 2. sætið í 3. deild og það er raunhæft markmið að komast upp, en TG er nær öruggt um að vinna deildina. Í 4. deild á C-liðið raunhæfa möguleika á 3. sæti, sem gefur 3.deildarsæti að ári. Til þess að þessi árangur náist þurfa sveitirnar að vinna næstu þrjár viðureignir á match-point stigum.
Bo. | 4 | Víkingaklúbburinn A | - | 5 | TR B | 4½:1½ |
4.1 | GM | Galego Luis | - | Einarsson Bergsteinn | 1 - 0 | |
4.2 | IM | De Jong Jan-Willem | - | Friðjónsson Júlíus | 1 - 0 | |
4.3 | Úlfarsson Magnús Örn | - | Leósson Torfi | 1 - 0 | ||
4.4 | WGM | Muhren Bianca | - | Briem Stefán | ½ - ½ | |
4.5 | Kjartansson Davíð | - | Sveinsson Ríkharður | 1 - 0 | ||
4.6 | Þórsson Ólafur B | - | Maack Kjartan | 0 - 1 |
Bo. | 6 | Haukar A | - | 4 | Víkingaklúbburinn A | 0 : 6 |
2.1 | Þorgeirsson Sverrir | - | GM | Galego Luis | 0 - 1 | |
2.2 | Ólafsson Þorvarður F | - | IM | De Jong Jan-Willem | 0 - 1 | |
2.3 | Björnsson Sverrir Örn | - | Úlfarsson Magnús Örn | 0 - 1 | ||
2.4 | Valdimarsson Einar Bjarki | - | WGM | Muhren Bianca | 0 - 1 | |
2.5 | Traustason Ingi Tandri | - | Kjartansson Davíð | 0 - 1 | ||
2.6 | Kristinsson Össur | - | Þórsson Ólafur B | 0 - 1 |
Bo. | 4 | Víkingaklúbburinn A | - | 7 | KR A | 5½: ½ |
3.1 | GM | Galego Luis | - | FM | Hansen Soren Bech | 1 - 0 |
3.2 | IM | De Jong Jan-Willem | - | Baldursson Hrannar | 1 - 0 | |
3.3 | Úlfarsson Magnús Örn | - | Gunnarsson Gunnar Kr | 1 - 0 | ||
3.4 | WGM | Muhren Bianca | - | Georgsson Harvey | 1 - 0 | |
3.5 | Kjartansson Davíð | - | Jónsson Ólafur Gísli | 1 - 0 | ||
3.6 | Þórsson Ólafur B | - | Kristjánsson Sigurður E | ½ - ½ |
Bo. | 1 | Goðinn A | - | 4 | Víkingaklúbburinn A | 2½:3½ |
3.1 | Sigfússon Sigurður Daði | - | GM | Galego Luis | ½ - ½ | |
3.2 | Ásbjörnsson Ásgeir Páll | - | IM | De Jong Jan-Willem | 1 - 0 | |
3.3 | Eðvarðsson Kristján | - | Úlfarsson Magnús Örn | 0 - 1 | ||
3.4 | Jensson Einar Hjalti | - | WGM | Muhren Bianca | 0 - 1 | |
3.5 | Árnason Þröstur | - | Kjartansson Davíð | ½ - ½ | ||
3.6 | Hreinsson Hlíðar Þór | - | Þórsson Ólafur B | ½ - ½ |
Framistaða einstakra liðsmanna:
(GM) Luis Galego-2470 elo tefldi allar skákirnar og stóð sig með prýði. Þrátt fyrir að vera lífskúnsner og skemmtanaglaður, þá var vitað að hann myndi skila sér í allar skákir og standa fyrir sínu. Lenti bara í erfiðleikum í síðustu skákinni gegn Sigurði Daða í Goðanum, en hann náði jafntefli með svörtu. (3.5 af 4)
(IM) Jan Willem de Jong-2420 elo tefldi allar skákirnar af miklu öryggi, en tapaði aðeins í síðustu umferð gegn gamla undrabarninu Ásgeiri Ásbjörnsyni í Goðanum. Jan er frábær liðsmaður, sem klárar svo allar skákir sínar í vor. Jan er með einn GM áfanga og er ekkert óvsvipaður á styrkleika og Stefán okkar Kristjańsson. (3/4)
Magnús Örn Úlfarsson-2370 elo stóða sig vel og sigraði allar skákir sínar. Frábær liðsmaður sem leggur sig 100% fram í baráttuna. (4/4)
(WGM) Bianca Muhren-2307 elo stórmeistari kvenna stóð sig með prýði og vakti mikla athygli á skákstað. Hún leyfði aðeins eitt jafntefli. M.a vann hún Harvey Georgsson sem hafði aldrei á sinni æfi tapað fyrir stúlku. (3.5/4)
Davíð Kjartansson-2290 elo tefldi af miklu öryggi og tapaði ekki heldur skák, en leyfði bara eitt jafntefli. (3.5/4)
Ólafur B. Þórsson-2200 elo tefldi ekki nógu vel að þessu sinni, en hann var með 50% vinningshlutfall. Síðasta tímabil var hann hins vegar með nær fullt hús. (2/4)
Nánari úrslit má sjá á Chess-Results:
Gunnar Fr. Rúnarsson, liðsstjóri A-liðs Víkingaklúbbsins-Þróttar.
No comments:
Post a Comment