Hörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk á miðvikudagskvöld húsnæði Víkingaskákdeildar Þróttar í Laugardal. Eftir brjálæðislega baráttu þar sem tefldar voru 9. umferðir allir við alla hafði Gunnar Fr. sigurinn með 7.5 vinninga af 9. Í öðru sæti lenti Ingi Tandri Traustason með 7. vinninga, en hann sigraði Svein Inga í síðustu umferð mótsins, en Sveinn var efstur ásamt Gunnari fyrir síðustu umferð. Sveinn var svo þriðji með 6.5 vinninga. Svaka barátta einkenndi mótið og komu nokkur vafaatriði upp í hita leiksins, sem endalaust væri hægt að deila um. Því miður vantaði unglinga og konur í mótið að þessu sinni, en mótið er samt það alsterkast frá upphafi, þótt það vantaði ungu mennina Guðmund Lee og Pál Andra, sem stóðu sig frábærlega á síðasta meistaramóti.
ÚRSLIT:
Öðlingaflokkur I, 35 ára og eldri:
1. Ingi Tandri Óskarsson 7
2. Tómas Björnsson 5
3. Ingimundur Guðmundsson 3.5
Öðlingaflokkur II, 45 ára og eldri:
1. Sveinn Ingi Sveinsson
2. Halldór Ólafsson 4.5
3. Þröstur Þorsson 4.0
Opinn flokkur:
* 1 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 2 Ingi Tandi Traustason 7.0
* 3 Sveinn Ingi Sveinsson 6.5
* 4 Tómas Björnsson 5.0
* 5 Halldór Ólafsson 4.5
* 6 Þröstur Þórsson 4.0
* 7. Sigurður Ingason 3.5
* 8-9 Ingimundur Guðmundsson 2.5
* 8-9 Arnar Valgeirsson 2.5
* 10. Stefán Þór Sigurjónsson 2
Wednesday, November 30, 2011
Tuesday, November 29, 2011
Meistaramótið í Víkingaskák 2011
Minningarmótið um Magnús Ólafsson - Íslandsmótið í Víkingaskák 2011 fer fram í húsnæði knattspyrnufélagsins Þróttar Laugardal (Engjavegi 7) miðvikudaginn 30 nóvember kl. 19.30. Tefldar verða 7 umferðir með 15 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds. Nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja þáttöku. Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, eða hjá Gunnari Fr. gsm; 8629744. Veitt verða sérstök peningaveðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.
Verðlaun eru sem hér segir:
- 1) 25.000 kr.
- 2) 20.000 kr.
- 3) 15.000 kr.
Fimmtudagsæfingin
Fimmtudagsæfingin 24. nóvember var fámenn en góðmenn, en keppt var heima hjá Gunnari Fr. formanni. Tómas Goði Björnsson kom sterkur til leiks varð í efsta sæti, vann allar sínar skákir. Næstir komu Gunnar og Sigurður Ingason. Fyrr um kvöldið var stúderað og fundað um fyrirhugað Íslandsmót, en síðan var tekin létt æfing með 7. nmínútna umhugunartíma.
Úrslit:
1. Tómar Björnsson 3.0 vinn.
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 1.5 v.
3. Sigurdur Ingason 1.5 v.
4. Halldór ólafsson 0 v.
Thursday, November 24, 2011
Æfing í kvöld!
Æfing verður í kvöld, fimmtudaginn 24. nóv. Teflt verður að þessu sinni heima hjá Gunnari Fr. formanni, Álftamýri 56 (3.h.h) og hefst æfingin kl. 20.30. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig í gsm: 8629744. Menn eru beðnir að mæta, því rætt verður um Íslandsmótið, sem er handan við hornið. Dagsetning og verðlaun osf.
Wednesday, November 16, 2011
Víkingaskákæfing
Hefbundin skákæfing í Laugarlækjaskóla sem átti að vera miðvikudaginn 16 nóv. féll niður. Nú styttist hins vegar í aðalmótið, Íslandsmótið í Víkingaskák. Því verða tvær Víkingaskákæfingar fyrir það mót. Sú fyrsta verður fimmttudaginn 17. nóv heima hjá Gunnari Fr. Álftamýri 56. Sú síðari verður fimmtudaginn 24. nóvember í félagsheimili Víkingaklúbbsins. Áhugsamir hafi samband við Gunnar Fr. gsm: 8629744
Víkingaskákæfing:
fimmtudaginn 17 nóv kl 20.15 (Álftamýri 56)
fimmtudaginn 24. nóvember kl 20.15....á Kjartansgötu (sem nú er tilbúin eftir viðgerðir)
miðvikudagurinn 30. nóv verður svo Íslandsmótið (stóri salur)
14. desember: Skák: Meistaramót Þróttar í hraðskaḱ. 7. umf. 2x5. min. (Stóri salur)
28. desember: Skaḱ&Víkingaskák. Jólamót Víkingaklúbbsins. (Stóri salur)
Víkingaskákæfing:
fimmtudaginn 17 nóv kl 20.15 (Álftamýri 56)
fimmtudaginn 24. nóvember kl 20.15....á Kjartansgötu (sem nú er tilbúin eftir viðgerðir)
miðvikudagurinn 30. nóv verður svo Íslandsmótið (stóri salur)
14. desember: Skák: Meistaramót Þróttar í hraðskaḱ. 7. umf. 2x5. min. (Stóri salur)
28. desember: Skaḱ&Víkingaskák. Jólamót Víkingaklúbbsins. (Stóri salur)
Wednesday, November 2, 2011
Meistaramót Víkingaklúbbsins 2011
Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák verður miðvikudaginn 2. nóvember og hefst taflið kl. 20.30. Tefldar verða 6 umferðir með 15. mínútna umhugsunartíma. Teflt verður að þessu sinni heima hjá Gunnari Fr. formanni, Álftamýri 56 (3.h.h). Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig í gsm: 8629744. Æfingar verða framveigis hálfsmánaðarlega (Víkingaskák og skák til jafns) og m.a verður stórt hraðskákmót í desember.
Subscribe to:
Posts (Atom)