Hörkuspennandi Íslandsmóti í Vîkingaskák lauk á miðvikudagskvöld húsnæði Víkingaskákdeildar Þróttar í Laugardal. Eftir brjálæðislega baráttu þar sem tefldar voru 9. umferðir allir við alla hafði Gunnar Fr. sigurinn með 7.5 vinninga af 9. Í öðru sæti lenti Ingi Tandri Traustason með 7. vinninga, en hann sigraði Svein Inga í síðustu umferð mótsins, en Sveinn var efstur ásamt Gunnari fyrir síðustu umferð. Sveinn var svo þriðji með 6.5 vinninga. Svaka barátta einkenndi mótið og komu nokkur vafaatriði upp í hita leiksins, sem endalaust væri hægt að deila um. Því miður vantaði unglinga og konur í mótið að þessu sinni, en mótið er samt það alsterkast frá upphafi, þótt það vantaði ungu mennina Guðmund Lee og Pál Andra, sem stóðu sig frábærlega á síðasta meistaramóti.
ÚRSLIT:
Öðlingaflokkur I, 35 ára og eldri:
1. Ingi Tandri Óskarsson 7
2. Tómas Björnsson 5
3. Ingimundur Guðmundsson 3.5
Öðlingaflokkur II, 45 ára og eldri:
1. Sveinn Ingi Sveinsson
2. Halldór Ólafsson 4.5
3. Þröstur Þorsson 4.0
Opinn flokkur:
* 1 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 2 Ingi Tandi Traustason 7.0
* 3 Sveinn Ingi Sveinsson 6.5
* 4 Tómas Björnsson 5.0
* 5 Halldór Ólafsson 4.5
* 6 Þröstur Þórsson 4.0
* 7. Sigurður Ingason 3.5
* 8-9 Ingimundur Guðmundsson 2.5
* 8-9 Arnar Valgeirsson 2.5
* 10. Stefán Þór Sigurjónsson 2
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment