Skákmaður ársins: Davíð Kjartansson
Davíð náði feikigóðum árangri á árinu. Komst m.a í landsliðsflokk, eftir að hafa verið í 2. sæti í Áskorendaflokki á Skákþings Islands. Varð í 2. Sæti í Haustmóti TR 2011. Hraðskákmeistari Víkingaklúbbs/Þróttar 2011. Íslandsmeistari í Netskák 2010 og 2011. Var með 3,5/4 í Íslandsmóti skákfélaga 2011-2012. Varð 13 sæti á Islandsmótinu í hraðskák í desember. Davíð varð efstur á Skákþingi Norðlendinga 2011 og vann svo jólamót VINJAR og KR í desember, auk Íslandsmótsins í netskák, eins og áður hefur verið sagt.
Víkingaskákmaður ársins: Gunnar Fr. Rúnarsson
Gunnar Fr. Rúnarsson var í feiknaformi í Víkingaskákinni á þessu ári, eftir að hafa verið í lægð árið á undan. Gunnar byrjaði janúarmánuð á að verða efstur í B-heimsmeistaramótinu ásamt Inga Tandra Traustasyni. Í april var hann svo á 1. borði og fyrirliði Forgjafarklúbbsins í Íslandsmóti Víkingaskákfélaga sem lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu. Í september sigraði hann svo á afmælismóti formanns örugglega, þar sem teflt var hið svokallaða hróksafbrigði. Í nóvember sigraði Gunnar á sjálfu Íslandsmótinu í Víkingaskák, sem haldið var í Þróttaraheimilinu og endaði þar með 7.5 vinninga af níu mögulegum. Á jólamótinu í Víkingaskák, sem jafnframt er Íslandsmótið í Vikingahraðskák sigraði Gunnar einnig með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Gunnar vann svo 50% af þeim almennu æfingum sem klúbburinn hélt á síðasta ári. Í almennu skákinni var hann hins vegar ekki mikið að tefla, en hann var liðstjóri allra liðanna á Íslandsmóti skákfélaga, en tefldi sjálfur í B-liðinu í 3. deild og stóð sig ágætlega. Einnig stóð hann sig vel á nokkrum skákmótum, m.a varð hann Íslandsmeistari skákmanna 2000 ísl. elo og lægri á Friðriksmótinu í hraðskák í desember!
No comments:
Post a Comment