Tuesday, December 27, 2011

Ólafur B. Þórsson og Gunnar Fr. jólavíkingar 2011

Ólafur B. Þórsson og Gunnar Fr. Rúnarsson sigruðu á jólamóti Víkingaklúbbsins-Þróttar sem haldið var þriðjudaginn 27 des. Ólafur sigraði á skákmótinu og tapaði aðeins einni skák, fyrir Davíð Kjartanssyni sem varð í 2. sæti með 5.5 vinninga, en Davíð hafði leitt mótið fram að síðustu umferð, en tapaði óvænt fyrir Óliver Jóhannssyni, sem náði þriðja sæti á skákmótinu með 5.5 vinninga. Gunnar Fr. Rúnarsson varð fjórði með 5. vinninga, en hann tapaði tveim fyrstu skákunum og náði svo að vinna fimm í röð. Vigfús Óðinn Vigfússon endaði svo einn í fimmta sæti með 4.5 vinninga. Keppendur í skákinni voru 22, þar sem tímamörk voru 5. mínútur og umferðirnar sjö.

Í Víkingaskákinni varð Gunnar Fr. Rúnarsson langsterkastur, en hann endaði með 6.5 vinninga af sjö mögulegum. Annar varð Sveinn Ingi Sveinsson með 6. vinninga, en í þriðja til fjórða sæti urðu Dagur Ragnarsson og Hallgerður Þorsteinsdóttir með 4.5 vinninga. Keppendur í Víkingaskákinni voru tólf, þar sem tímamörk voru 7. mínútur og umferðirnar sjö. Gaman var að sjá nýju keppendur blómstra á sínu fyrsta Víkingaskákmóti, eins og Hallgerði, Jóhönnu Jóhannsdóttir. Einnig stóðu ungu strákarnir Dagur, Óliver og Kristófer sig frábærlega, en þeir eru nýliðar í víkingaskák eins og stúlkurnar.

Á mótinu var einnig keppt um nýjan titil í annað skipti, en sérstakur bikar var fyrir besta árangur í báðum mótunum. Gunnar Fr. fékk titilinn Tvískákmeistari með 11.5 vinninga. Ólafur B. Þórsson kom næstur með 10.5 vinninga og Sveinnn Ingi varð þriðji með með 9. vinninga. Hallgerður varð efst kvenna með 8.5 vinninga og Dagur Ragnarsson efstur unglinga í tvískákinni með 8.5 vinninga.

Mótið var glæsilegt í alla staði og veitingar voru veittar án endurgjalds. Mótið í fyrra var heppnaðist einnig mjög vel, en hér má sjá úrslit og myndir frá 2009 og 2010.

Mótið 2009
Mótið 2010

Úrslitin á hraðskákmótinu

* 1. Ólafur B. Þórsson 6.0
* 2. Davíð Kjartansson 5.5
* 3. Óliver Jóhansson 5.5
* 4. Gunnar Fr. Rúnasson 5.0
*5. Vigfús Ó. Vigfússon 4.5
*6. Hallgerður Þorsteinsdóttir 4.0
*7. Dagur Ragnarsson 4.0
*8. Jóhanna B. Jóhannsdóttir 4.0
*9. Svein Ingi Sveinsson 4.0
*10. Gunnar Björnsson 3.5
* 11. Hilmir Freyr 3.5
*12. Kristófer Jóhannsson 3.5
*13. Magnús Magnússon 3.5
*14. Stefán Þór Sigurjónsson 3.5
*15. Guðmundur Gunnlaugsson 3.0
*16. Jón Úlfljótsson 3.0
*17. Jón Trausti 3.0
*18. Vignir Vatnar 2.5
*19. Jón Birgir Einarsson 2.0
*20. Óskar Long Einarsson 2.0
*21. Arnar Valgeirsson 1.0
*22. Árni Thoroddsen 0.5


Aukaverðlaun í hraðskákinni

Kvennaverðlaun
1. Hallgerður Þorsteinsdóttir

Unglingaverðlaun 20 ára og yngri
1. Óliver Jóhannsson

Úrslitin á Víkingahraðskákmótinu
(Íslandsmótið í Víkingahraðskák)

* 1. Gunnar Fr. Rúnarsson 6.5
* 2. Sveinn Ingi Sveinsson 6.0
* 3. Dagur Ragnarsson 4.5
*4. Hallgerður Þorsteinsdóttir 4.5
*5. Ólafur B. Þórsson 4.5
*6. Vigfús Ó. Vigfjússon 4.0
*7. Jóhanna Jóhannsdóttir 3.5
*8. Arnar Valgeirsson 3.5
*9. Óliver Jóhannsson 2.0
*10. Kristófer J'ohannsson 1.5
*11. Árni Thoroddsen 1.5
*12. Orri Víkingsson 0.0

Úrslitin í Tvískákinni

*1. Gunnar Fr. Rúnarsson 11.5
* 2. Ólafur B. Þórsson 10.5
* 3. Sveinn Inig Sveinsson 9.0
*4-5. Hallgerður Þorsteinsdóttir 7.5
*4-5. Dagur Ragnarsson 7.5


Aukaverðlaun í Vîkingaskákinni

Öldungur 35 ára og eldri
1. Ólafur B. Þórsson

Öldungaverðlaun II 45 ára og eldri
1. Sveinn Ingi Sveinsson

Kvennaverðlaun
1. Hallgerður Þorsteinsdóttir

Unglingaverðlaun 20 ára og yngri
1. Dagur Ragnarsson





No comments:

Post a Comment