Hörkuspennandi hraðskákmeistaramóti Þróttar-Víkingaklúbbsins 2011 lauk með látum í Þróttaraheimilinu í kvöld. Mættir voru fjórtán vaskir keppendur, m.a nokkrir unglingar sem Svavar Viktorsson er að þjálfa auk nokkra sterka skákmanna úr Haukum og Íslandsmeistara kvenna í skák. Fidemeistararnir Davíð Kjartansson og Tómas Björnsson voru í sérflokki framan af móti, en Gunnar Fr. Víkingaskákmeistari kom óvænt sterkur inn í seinni hluta mótsins, vann m.a Tómas og Davíð í miklum baráttuskákum. Gunnar vann sex síðustu skákir sínar og náði öðru sætinu af Tómasi, en Davíð sigraði með átta vinninga af níu mögulegum og náði að verja hraðskákmeistaratitil sinn frá árinu 2010.
ÚRSLIT:
* 1 Davíð Kjartansson 8.0 v.
* 2 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 3 Tómas Björnsson 7.0
* 4-5 Stefán Þór Sigurjónsson 5.5
* 4-5 Elsa María 5.5
* 6 Jón Úlfljótsson 5.0
* 7. Sigurður Ingason 4.5
* 8 Ingi Tandri Traustason 4.0
* 9-10 Björn Stefánsson 3.5
* 9-10 Tómas Marteinsson 3.5
* 11-12 Gunnar Gunnarsson 3.0
* 11-12 Jóhannes K. Sólmundarson 3.0
* 13 Rafnar Friðrik 2.5
* 14 Arnar Ingi 0.5
Hraðskákmeistari Víkingaskákdeildar Þróttar 2011: Davíð Kjartansson
Hraðskákmeistari kvenna: Elsa María
Hraðskákmeistari unglinga: Jóhannes Kári Sólmundarson
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment