Wednesday, February 22, 2012

Miðvikudagsæfingin

Miðvikudagsæfingin 8. febrúar var fámenn en góðmenn, en keppt var heima hjá Gunnari Fr. formanni. Gunnar Fr. og Tómas gerðu jafntefli í fyrstu umferð, en Halldór Ólafsson náði svo að vinna Tómas í 2. umferð. Gunnar og Halldór mættust svo í spennandi úrslitaskák í síðustu umferð og nægði Halldóri jafntefli til að vinna mótið, en Gunnar náði að sigra.

Kapparnir tóku svo annað mót með úrsláttafyrirkomulagi, thar sem Gunnar vann Tómas í úrslitaskák, en Gunnar vann Halldór í 1. umferði, en Tómas vann Sigurð Ingason.

Úrslit á fyrra mótinu:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5 vinn.
2. Halldór óLafsson 2.0 v.
3. Tómas Björnsson 1.5 v.
4. Sigurður Ingason 0.0 v.

Sigurvegari á Bikarmótinu:

Gunnar Fr. Rúnarsson

No comments:

Post a Comment