Sigurður Ingason kom sterkastur til leiks á Víkingaskákæfingu sem haldin var fimmtudaginn 19. april. Sigurður fór taplaus í gegnum mótið, en að þessu sinni voru tefldar skákir með 12 mínútna umhugsunartíma. Þröstur Þórsson varð annar, en Gunnar Fr. varð að láta sér nægja þriðja sætið.
Úrslit:
1. Sigurður Ingason 2.5 vinn af 3.
2. Þröstur Þórsson 2.0 v.
3. Gunnar Fr. Rúnarsson 1.5 v.
4. Orri Víkingsson 0.0 v.
Saturday, April 28, 2012
Sunday, April 22, 2012
3. Víkingar í landsliðsflokki!
Þrír meðlimir Víkingaklúbbsins taka nú þátt í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands, þeir Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari, Björn Þorfinnsson alþjóðlegur meistari og Davíð Kjartansson fidemeistari. Þeim félögum hefur gengið misvel. Hannes Hlífar hefur ekki náð sér á strik á þessu móti. Björn hefur einnig lent í erfiðleikum, en Davíð hefur staðið sig vel. Þegar þetta er ritað er hann með 5.5/10 mögulegum og í 5. sæti þegar ein umferð er eftir. Ritstjóri óskar skákvíkingunum velfarnaðar í næstu mótum.
Frétt um mótið hér:
Þrír Víkingar tóku svo þátt í áskorendaflokknum sem lauk fyrr í þessum mánuði. Þeir Haraldur Baldursson, Jón Úlfljótsson og Svavar Viktorsson. Þeir félagar stóðu sig með sóma. Svavar þurfti reyndar að hætta í mótinu, en Haraldur stóð sig lang best og endaði í 4. sæti. Frétt um mótið má nálgast hér:
Frétt um mótið hér:
Þrír Víkingar tóku svo þátt í áskorendaflokknum sem lauk fyrr í þessum mánuði. Þeir Haraldur Baldursson, Jón Úlfljótsson og Svavar Viktorsson. Þeir félagar stóðu sig með sóma. Svavar þurfti reyndar að hætta í mótinu, en Haraldur stóð sig lang best og endaði í 4. sæti. Frétt um mótið má nálgast hér:
Wednesday, April 18, 2012
Víkingaskákæfing
Víkingaskákæfing verður fimmtudaginn 19. april. Teflt verður að þessu sinni heima hjá Gunnari Fr. formanni, Álftamýri 56 (3.h.h) og hefst æfingin kl. 20.00. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með sms í gsm: 8629744.
Thursday, April 12, 2012
Hannes Hlífar Stefánsson gengur í Víkingaklúbbinn!
Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2531) einn sigursælasti íslenski skákmaður síðustu ára gekk i dag til liðs við Víkingaklúbbinn. Öþarfi er að telja upp öll afrek Hannesar á síðustu árum, en hann er margfaldur Íslandsmeistari og hefur jafnframt unnið Reykjavíkurskákmótið oftar en nokkur annar skákmaður. Hannes á eftir að styrkja Víkingaklúbbinn gríðarlega í baráttunni í efstu deild á Íslandsmóti skákfélaga.
Wednesday, April 11, 2012
Nýr heimslisti!
18 víkingaskákmeistarar eru á glænýjum heimslista í víkingaskák sem nú er birtur í annað sinn. Langstigahæstur er nú Gunnar Freyr Rúnarsson sem setur nú stórglæsilegt víkingaskákstigamet og er jafnframt eini maðurinn sem hlotið hefur fleiri en 1900 stig í allri samanlagðri víkingaskákmannkynssögunni. Hann var í 3. sæti á síðasta lista. Stórkostleg barátta er um 2. sætið en Sveinn Ingi Sveinsson sem áður var í efsta sæti nær þeirri sæmd að þessu sinni aðeins einu stigi á undan Inga Tandra. Tveir nýir menn eru komnir inn á lista en það eru þeir Jón Birgir Einarsson og Þorgeir Einarsson og Jón Birgir flýgur beint í 6. sætið sem er ansi vel gert. Nokkra menn vantar nú aðeins eitt til tvö reiknuð mót til að komast á lista. Mest hækkaði Þröstur Þórsson frá fyrsta listanum en hann hækkaði um 104 stig, næst mest hækkaði Halldór Ólafsson sem náði 72 stigum í þessari umferð. Gunnar Freyr hækkaði um 46 stig. Víkingaskákstigin hafa Elo stigin í gömlu skákinni sem fyrirmynd en eru aðlöguð að víkingaskákinni og taka m.a. svolítið tillit til virkni og mun það fyrirkomulag verða a.m.k. í allra fyrstu listunum. Sú regla hefur verið sett að tilkynna þarf keppendum fyrirfram hvort um reiknað mót sé að ræða. Þótt mót séu ekki reiknuð verða þau þó eitthvað notuð til að gefa nýliðum stig. Umhugsunartíminn verður að vera að lágmarki 10 mínútur á mann til að reikna megi mótið. Taka þarf fram hver umhugsunartíminn var þegar mót er sett í útreikning. Hér er listinn en röð á síðasta lista er í sviga á eftir raðnúmerinu.
1(3)Gunnar Freyr Rúnarsson 1911
2(1)Sveinn Ingi Sveinsson 1876
3(4)Ingi Tandri Traustason 1875
4(2)Tómas Björnsson 1849
5(5)Guðmundur Lee 1823
6(-)Jón Birgir Einarsson 1757
7(8)Páll Andrason 1707
8(7)Sigurður Ingason 1688
9(9)Jorge Fonseca 1679
10(10)Ólafur B. Þórsson 1667
11(6)Ingimundur Guðmundsson 1664
12(11)Stefán Þór Sigurjónsson 1641
13(-)Þorgeir Einarsson 1621
14(13)Halldór Ólafsson 1614
15(14)Þröstur Þórsson 1610
16(12)Arnar Valgeirsson 1601
17(15)Birkir Karl Sigurðsson 1399
18(16)Ólafur Guðmundsson 1312
Gamla heimslistann má sjá hér:
1(3)Gunnar Freyr Rúnarsson 1911
2(1)Sveinn Ingi Sveinsson 1876
3(4)Ingi Tandri Traustason 1875
4(2)Tómas Björnsson 1849
5(5)Guðmundur Lee 1823
6(-)Jón Birgir Einarsson 1757
7(8)Páll Andrason 1707
8(7)Sigurður Ingason 1688
9(9)Jorge Fonseca 1679
10(10)Ólafur B. Þórsson 1667
11(6)Ingimundur Guðmundsson 1664
12(11)Stefán Þór Sigurjónsson 1641
13(-)Þorgeir Einarsson 1621
14(13)Halldór Ólafsson 1614
15(14)Þröstur Þórsson 1610
16(12)Arnar Valgeirsson 1601
17(15)Birkir Karl Sigurðsson 1399
18(16)Ólafur Guðmundsson 1312
Gamla heimslistann má sjá hér:
IM Björn Thorfinnsson gengur í Víkingaklúbbinn!
IM Björn Thorfinnsson gekk í kvöld í raðir Víkingaklúbbsins. Björn verður klúbbnum gífurlegur liðstyrkur fyrir átökin í efstu deild næsta keppnistímabil, en Björn var áður félagsmaður í Taflfélagi Hellis og hefur auk thess unnið gott starf fyrir skákhreyfinguna, m.a var hann forseti Skáksambands Íslands, en hann tók við embættinu í maí 2008 af Guðfríði Lilju Grétarsdóttur.
Subscribe to:
Posts (Atom)