Thursday, December 13, 2012

Davíð Kjartansson hraðskákmeistari Víkingaklúbbsins 2012

Hörkuspennandi hraðskákmeistaramóti Víkingaklúbbsins 2012 lauk með látum í Víkingsheimilinu í kvöld. Mættir voru átján vaskir keppendur, m.a fyrrum hraðskákmeistari, unglingar, Íslandsmeistari kvenna í skák auk nokkra Víkingaskákmanna. Fidemeistararnir Davíð Kjartansson og Magnús Örn Úlfarsson voru í sérflokki framan af móti, en Davíð var á skrefinu undan og náði að sigra annað árið í röð.  Lárus Knútsson náði þriðja sætinu eftir hörkukeppni, en mótið var gríðarlega vel skipað.  Páll Andrason varð efstur unglinga, Elsa María efst kvenna.  Magnús Skagameistari Magnússon varð efstu öldunga 45. ára og eldri, en Magnús Örn Úlfarsson efstur í flokki 35-45 ára.  Tefldar voru 2x7 umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma.  Knattspyrnufélgið Víkingur og Víkingaklúbburinn hafa verið í góðu samstarfi í vetur og æfingar hafa verið hálfsmánaðarlega í Víkingsheimilinu, auk þess sem barnaæfingar hafa einnig verið haldnar annan hvern miðvikudag. 

ÚRSLIT:

* 1 Davíð Kjartansson 12.5 v.
* 2 Magnús Örn Úlfarsson 11.0
* 3 Lárus Knútsson 9.0
* 4 Tómas Björnsson 8.5
* 5 Páll Andrason 8
* 6 Magnús Magnússon 8
* 7 Gunnar Fr. Rúnarsson 7.5
* 8 Hannes Hrólfsson 7.0
* 9 Sigurður Ingason 7.0
* 10 Ægir Hallgrímsson 7.0
* 11 Örn Leó Jóhannsson 6.5
* 12 Haraldur Baldursson 6.5
* 13 Stefán Þór Sigurjónsson 6.0
* 14 Þorvarður Fannar Ólafsson 6.0
* 15 Elsa María 5.5
* 16 Björn Grétar 5.0
* 17 Magnús Sigurðsson 3.5
* 18 Gunnar Ingibergsson 1.5









Hraðskákmeistari Víkingaklúbbsin 2012: Davíð Kjartansson
Hraðskákmeistari kvenna: Elsa María
Hraðskákmeistari unglinga:  Páll Andrason
Hraðskákmeistari öldunga M1:  Magnús Örn Úlfarsson
Hraðskákmeistari öldunga M2:  Magnús Magnússon

No comments:

Post a Comment