Thursday, February 23, 2012

Atskákmót Víkingaklúbbsins 2012

Davíð Kjartansson sigraði nokkuð örugglega á Atskákmóti Víkingaklúbbsins sem haldið var í Þróttaraheimilinu miðvikudagskvöldið 22. febrúar Davíð leyfði aðeins eitt jafntefli gegn Gunnari Fr. í fyrstu umferð. Í öðru sæti kom hinn geysiharði Víkingur Ögmundur Kristinsson. Tómas Björnsson Goði varð þriðji. Fyrst voru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hafði 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Skákstjóri var Hellismaðurinn og Þróttarinn Vigfús Óðinn Vigfússon.


Úrslit:

1. Davíð Kjartansson 5.5 vinn af 6.
2. Ögmundur Kristinsson 4.5 v.
3. Tómas Björnsson 4.0 v.
4. Vigfúss Ó. Vigfússon 3.0 v.
5. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5 v.
6. Jón Úlfljótsson 2.5 v.
7. Ingi Tandri Traustason 2.5 v.
8. Sigurður Ingason 2.5 v.
9. Stefán Sigurjónsson 2.0 v.
10. Ólafur Guðmundsson 1.0 v.
Wednesday, February 22, 2012

Miðvikudagsæfingin

Miðvikudagsæfingin 8. febrúar var fámenn en góðmenn, en keppt var heima hjá Gunnari Fr. formanni. Gunnar Fr. og Tómas gerðu jafntefli í fyrstu umferð, en Halldór Ólafsson náði svo að vinna Tómas í 2. umferð. Gunnar og Halldór mættust svo í spennandi úrslitaskák í síðustu umferð og nægði Halldóri jafntefli til að vinna mótið, en Gunnar náði að sigra.

Kapparnir tóku svo annað mót með úrsláttafyrirkomulagi, thar sem Gunnar vann Tómas í úrslitaskák, en Gunnar vann Halldór í 1. umferði, en Tómas vann Sigurð Ingason.

Úrslit á fyrra mótinu:

1. Gunnar Fr. Rúnarsson 2.5 vinn.
2. Halldór óLafsson 2.0 v.
3. Tómas Björnsson 1.5 v.
4. Sigurður Ingason 0.0 v.

Sigurvegari á Bikarmótinu:

Gunnar Fr. Rúnarsson

Monday, February 20, 2012

Atmót Víkingaklúbbsins

Atskákmeistaramót Víkingaklúbbsins verður haldið í Þróttaraheimilinu miðvikudaginn 22. febrúar og hefst mótið kl. 19:30. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með fimmtán mínútna umhugsun. Sigurvegari mótsins hlýtur titilinn Atskákmeistari Víkingaklúbbsins. Allir skákmenn eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Tuesday, February 7, 2012

Víkingaskákæfing

Víkingaskákæfing verður miðvikudaginn 8. febrúar. Teflt verður að þessu sinni heima hjá Gunnari Fr. formanni, Álftamýri 56 (3.h.h) og hefst æfingin kl. 20.30. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig með sms í gsm: 8629744.

Næst á dagskrá:

Miðvikudagurinn 8. feb Víkingaskákæfing, kl 20.30 (Álftamýri 56)
Miðvikudagurinn 22. feb. skákæfing, atskák, kl 20.00 (Laugarlækjaskóli)
föstudagur&laugardagur 2-3 mars. Íslandsmót skákfélaga á Selfossi
Miðvikudagurinn 7. mars. Víkingaskákæfing, kl 20.00
Miðvikudagurinn 21. mars skákæfing (Laugarlækjaskóli), kl 20.00
Miðvikudagurinn 4. april. Íslandsmót Víkingaskákfélaga, kl 19.30 (Vin?)
Miðvikudagurinn 18. april. skákæfing (Laugarlækjaskóli), kl 20.00
Miðvikudagurinn 2. mai. Víkingaskákæfing, Meistaramót í 10 mín (Þróttur), kl 20.00
Laugardaginn 5-6 mai. Meistaramót Víkingaskákdeildar í Víkinga-kappskák
Miðvikudagurinn 16. mai. skákæfing (Laugarlækjaskóli), kl 20.00
Miðvikudagurinn 30. mai. Víkingaskákæfing. (Þróttur), kl 20.00
....
Sumarfrí

Saturday, February 4, 2012

Víkingar sigra á Hraðskákmóti Reykjavíkur!

Davíð Kjartansson og Gunnar Freyr Rúnarsson urðu efstir og jafnir á Hraðskákmóti Reykjavíkur sem fram fór um daginn. Davíð telst hraðskákmeistari Reykjavíkur, þar sem hann hafði betur gegn félaga sínum í Víkingaklúbbnum eftir stigaútreikning. Dagur Ragnarsson varð þriðji. 37 keppendur tóku þátt.

1-2 Davíð Kjartansson, 10.5 44.0 61.0 46.5
Gunnar Freyr Rúnarsson, 10.5 38.5 51.0 42.5
3 Dagur Ragnarsson, 10 42.5 57.0 44.0
4-6 Oliver Aron Jóhannesson, 9.5 44.5 60.0 39.0
Ögmundur Kristinsson, 9.5 43.5 60.5 43.0
Örn Leó Jóhannsson, 9.5 41.0 56.0 38.5
7-9 Stefán Bergsson, 9 47.0 64.5 44.0
Jóhann Ingvason, 9 41.5 56.5 39.0
Andri Áss Grétarsson, 9 41.0 56.5 35.0
10-12 Mikael Jóhann Karlsson, 8.5 40.0 56.0 35.5
Arnaldur Loftsson, 8.5 36.5 51.5 31.5
Dagur Kjartansson, 8.5 33.0 44.0 28.5
13-16 Jóhanna Björg Jóhannsd., 8 40.0 57.5 34.0
Kristján Örn Elíasson, 8 39.5 54.0 34.0
Jón Trausti Harðarson, 8 37.0 52.0 33.5
Elsa María Kristínardóttir, 8 34.0 45.5 37.0
17 Jón Úlfljótsson, 7.5 36.5 50.5 31.0
18-20 Leifur Þorsteinsson, 7 35.5 50.0 27.0
Jon Olav Fievelstad, 7 34.0 47.5 25.0
Veronika Steinunn Magnúsd., 7 32.5 42.5 25.0
21-28 Birgir Berndsen, 6.5 38.0 53.5 32.5
Hermann Ragnarsson, 6.5 37.0 52.5 26.0
Gauti Páll Jónsson, 6.5 34.5 49.0 20.5
Gunnar Nikulásson, 6.5 34.0 47.0 25.0
Óskar Long Einarsson, 6.5 33.5 45.5 20.0
Kristófer Ómarsson, 6.5 33.0 46.5 26.5
Sveinbjörn Jónsson, 6.5 32.5 44.0 23.0
Kjartan Másson, 6.5 27.0 38.5 20.0
29 Donika Kolica, 6 35.5 47.0 21.0
30-31 Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir, 5.5 33.5 47.0 23.0
Hilmir Hrafnsson, 5.5 27.5 37.5 16.0
32-34 Nansý Davíðsdóttir, 5 33.5 46.5 24.5
Kristófer H. Kjartansson, 5 30.0 42.0 14.0
Bjarki Arnaldarson, 5 27.5 36.0 14.0
35 Arnar Ingi Njarðarson, 4.5 29.0 36.5 19.5
36 Ísak Logi Einarsson, 3 33.5 48.0 17.0
37 Pétur Jóhannesson, 2 31.5 44.0 8.0

Gunnar Fr. ætlaði upphafleg ekki að vera með í mótinu, en gerði sér sérstaka ferð á skákstað til að afhenda Davíð Kjartanssyni verðlaun, en hann var kosinn Skákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum. Gunnar var hins vegar kosinn Víkingaskákmaður ársins hjá Víkingaklúbbnum. Verðlaunaafhendingin fór fram eftir fyrstu umferð mótsins. Hér má sjá mynd af teim félögum með verðlaunin, en nokkru síðar urðu their svo sigurvegarar á Hraðskákmóti Reykjavíkur!

Fréttin á skak.is hér:Friday, February 3, 2012

Fyrsta Víkingaskákfjölteflið!

Fyrsta Víkingaskákfjölteflið á Íslandi (í heiminum) var haldið í Laugarlækjaskóla fimmtudaginn 3. febrúar. Nemendur Svavars Viktorssonar fengu gefins Víkingaskáksett hálfum mánuði fyrr og voru nú orðnir nokkuð vanir leiknum. Gunnar Fr. Rúnarsson mætti á almenna skákæfingu og tefldi 8. víkingaskákir á sex borðum við nemendurnar. Niðurstaðan varð sú að fjórir náðu jafntefli, en Gunnar sigraði fjórar skákir. Þeir sem náðu jafntefli voru: Arnar Ingi Njarðarson, Svavar Egilsson, Jóhann Markús Chun og Rafnar Friðriksson.