Friday, February 22, 2013

Reykjavik Open í Víkingaskák

Reykjavík Open í Víkingaskák var haldið miðvikudagskvöldið 20. febrúar í Víkinni.  Mótið er haldið samhliða Reykjavík Open í gömlu skákinni, en margir meðlimir klúbbsins taka thessa dagana thátt í thví móti.  Tefldar voru 5. umferðir allir við alla og var mótið nokkuð sterkt.  Sveinn Ingi virðist vera að ná fyrri styrk, thví hann vann sitt annað mót í röð.  Halldór Ólafsson og Thröstur Thórsson eru líka öflugir thessa dagana og fáir virðast ráða við Halldórs-gambítinn í Víkingaskákinni, en Halldór hefur farið illa með Svein og Gunnar í undanförnum tveim mótum í thessari mögnuðu byrjun.  Gunnar Fr. er í einhverjum öldudal og endaði næstsíðastur á mótinu.

Úrslit:

* 1 Sveinn Ingi Sveinsson 4.0 v.
* 2-3 Thr0stur Thórsson  2.5
* 2-3 Halldór Ólafsson  2.5
* 4 Gunnar Fr. Rúnarsson 2.0
* 5 Arnar Valgeirsson 0.0 v.



No comments:

Post a Comment