Wednesday, March 6, 2013

Víkingar í banastuði á Reykjavík Open


Skákmenn Víkingaklúbbsins stóðu sig vel á Reykjavík Open sem lauk í síðustu viku.  Keppendur klúbbsins voru níu, eða öllu heldur tíu, ef Wesley So er talinn með, en hann er skráður í Víkingaklúbbinn.  Pavel Eljanov og Pólverjarnar thrír voru í banastuði í mótinu og Eljanov sýndi snilldartakta.  Tefldi vel allt mótið og endaði á öruggu jafntefli við So í síðustu umferð.  Eljanov varð efstur á mótinu ásamt So og Amin.  Peningaverðlaun skiptast eftir svokölluðu Hort-kerfi. Að hálfu skiptast verðlaun jafnt en öðru leyti eftir sæti. Eljanov var hæstur eftir stigaútreikning og fékk því flestar evrunnar.  Pólverjarnir voru allir í toppbaráttunni framan af, en rétt mistu forustuna í lokinn. Marcin Dziuba endaði með 7.5 vinninga, Grzegorz Gajewski endði með 7. vinninga og Socko fékk 6. vinninga.

Íslendingarnir stóðu sig flestir vel.  Hannes er að finna gamal formið og endaði með 6.5 vinninga.  Stefán kristjáns endaði með 6. vinninga.  Björn Thorfinnsson, Lárus Knútsson og Siguður Ingason stóðu sig með ágætum.  Thað sem var meira um vert var að allir thessir skákmenn komu funheitir eftir mótið í deildarkeppnina og stóðu sig frábærlega!









No comments:

Post a Comment