Monday, January 20, 2014

Víkingaskákæfing á Dillon 22. janúar

Skákæfingar hefjast nú aftur eftir jólafrí. Vegna óska félagsmanna verða almennar Víkingaskákæfingar haldnar miðsvæðis í bænum. Næstu æfingar verða á veitingastaðnum Dillon, en stórmótin í skák og víkingaskák verða haldin í Víkinni eins og venja hefur verið.

Fyrsta skákæfingin verður thví á Veitingastaðnum Dillon (2. hæð) miðvikudaginn 22. janúar og hefst hún kl. 20.00. Dillon rokkbar Laugavegi 30, 101 Reykjavík 

 Fullorðinsæfingar í Skák og Víkingaskák.

22. janúar.  Vikingaskákæfing. Dillon. kl 20.00
26. janúar. (sunnudagur). Skákdagurinn (Víkingaskák, staðsetning óákveðin)
5. febrúar. Vikingaskákæfing. Dillon. kl 20.00
19. febrúar. Skákmót Vìkings. Víkin. kl 20.00 (6. umferðir, 15. mínútur)
27. febrúar-1. mars. Íslandsmót skákfélaga
4. mars - 12. mars. N1 Reykjavíkurmótið 2014.
5. mars. Æfing fellur niður vegna Reykjavíkurskákmótsins.
19. mars. Víkingaskákæfing. Dillon. kl. 20.00
2. april. Hraðskákmót Víkings. (11. umferðir, 5. mínútur). Víkin. kl. 20.00.
16. april. Meistaramót Víkingaklúbbsins í Víkingaskák. Víkin. Kl. 20.00
30. apríl. Víkingaskákæfing. Dillon. Kl. 20.00.
14. mai. Íslandsmót Víkingaskákfélaga. Víkin. kl. 20.00.

 Áætlun þessi getur tekið breytingum. Reynt er að láta ekki æfingar rekast á aðra viðburði í skákinni, sjá mótaáætlun S.Í, hér:

No comments:

Post a Comment