Wednesday, October 29, 2014

Jón Hreiðar sigrar á Haustmóti Víkingaklúbbsins 2014

Jón Hreiðar lagði alla andstæðina sína á Haustmóti Víkingaklúbbsins sem haldið var miðvikudaginn 5. nóvember síðasliðin.  Jón tefldi af miklu öryggi og sigur hans var aldrei í hættu.  Annar varð hinn bráðefnilegi Guðmann Brimar Bjarnason, en hann tapaði aðeins fyrir Jóni.  Íris Daðadóttir vann náði svo þriðja sæti, en hún er mjög áhugasöm skákstúlka, en þrjár stúlkur tóku þátt í mótinu og alls voru keppendur átta.  Tefldar voru fimm umferðir monrad með 10. mínútna umhugsunartíma.




Wednesday, October 22, 2014

Mótaáætlun (breyting)

 Smávægilegar breytingar á mótaáætlun.  Firmakeppnin verður haldin miðvikudaginn 17.  desember.

Mótaáætlun þessi er birt með fyrirvara um breytingar.

Fullorðinsæfingar:  Skák og Víkingaskák

17. september. Afmælismót formanns (Víkingaskák) kl 20.00 (Staðsetning óákveðin).
20. september.  Golfmót Víkingaklúbbsins kl. 10.00 á Bakkakotsvelli.  (Skákmót um kvöldið?).
1. október.  Hraðskákmót Víkingaklúbbsins.  kl 20.00.
2-5. oktober.  Íslandsmót skákfélaga (Rimaskóli).
8. október. Víkingaskák (Víkin) kl 20.00
29. oktober.  Víkingaskák (Víkin).  kl 20.00.
12. nóvember.  Víkingaskák (Víkin).  kl 20.00.
26. nóvember.  Atskákmót Víkingaklúbbsins (Víkin).  kl 20.00.
3. desember.  Íslandsmótið í Víkingaskák (Víkin).  kl 20.00.
10. desember. 17.15-19.00.  Jólamót Víkingaklúbbsins yngri flokkur.  (Víkin).
17.  desember.  Firmakeppni Víkingaklúbbsins (nánar auglýst síðar).  kl 18.00.
30. desember (þriðjudagur). Jólamót Víkingaklúbbsins (skák&Víkingaskák) Skáksambandið kl 20.00.





Monday, October 20, 2014

Davíð Kjartansson sigrar á Haustmóti TR

Davíð Kjartansson 4. borðsmaður Víkinga skellti sér á Haustmot TR sem byrjaði stuttu fyrir Íslandsmót skákfélaga. Davíð náði að sigra A flokkinn með glæsibrag og hélt uppi merki klúbbsins. Í B flokki kepptu þeir Sverrir Sigurðsson og Jón Úlfljótsson og stóðu þeir sig með prýði. Því miður gat Davíð ekki tekið þátt í hraðskákinni, vegna ferðalags til Sviss, en Davíð hefði freistað þess að vinna tvöfalt. Gunnar Fr. reyndi að hlaupa í skarðið fyrir Davíð og var næstum búinn að hafa sigur, en hann endaði í 2-3 sæti.

Davíð sigurvegavegari Haustmóts TR hér: 

Gunnar Fr. í 2. sæti á Hraðskákmóti TR hér:


Thursday, October 9, 2014

Íslandsmót skákfélaga 2014-15

Víkingaklúbburinn sendi þrjú lið á Íslandsmót skákfélaga í ár, en var með fjórar sveitir á síðasta móti, en þetta tímabilið náðist bara að manna þrjú lið og C liðið var þvi sent niður í 4. deild. Mörg félög áttu reyndar einnig erfitt uppdráttar, m.a Vestmannaeyjar, Bolunungarvík sem sendu ekki lengur b sveitir til leiks og Bridgefélagið sendi ekki sveit osf. Víkingar áttu því í smá veikindastríði fyrsta árið, eftir að íslensku stórmeistararnir réru á önnur mið. Öll þau félagaskipti voru í mikilli vinsemd, enda ákveðnum markmiðum löngu náð og önnur félög með sterkara bakland vildu gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.  Fjórar umferðir eru nú eftir af keppni í 1. deild og Víkingar eiga eftir að mæta:  Reykjanesbæ, Skákfélag Akureyrar, Huga B og Skákdeild Fjölnis.

1. deild.
 
Tvöfaldir Íslandsmeistarar A-lið Víkinga mættu með einn erlendan stórmeistara til leiks, auk "Íslendingsins" og stórvinar okkar, Luis Galegó. Markmiðið var að halda sér í deildínni, þs stefna á 5-8 sætið. Í fyrstu fjórum umferðunum, mættum við fjórum sterkustu liðunum þanngig að staðan eftir fyrri hluta er ekki alveg að marka, en liðið er nú í 8. sæti í deildinni og ætti því að vera sloppið við falldrauginn.

2. deild.

B liðið átti í miklum erfiðleikum í 2. deild, en sú deild hefur sjaldan verið eins sterk. B liðið sýndi mikinn karakter gegn margfalt stigahærri keppenum í öllum viðureignum og mættu í hverja umferð með bros á vör. Sigurður Ingason 1. borðsmaður Víkinga var mjög ánægður með hversu frábær liðsheild skapaðist í liðinu, þrátt fyrir að leiðin liggi nú beint niður í 3. deild.

4. deild.

Í fjórðu deild mætti blandað lið eldri skákmanna sem hafa ekki teflt í áratugi og ungra meistara. Liðið í ár var stolt okkar, sverð og skjöldur og siglir lygnan sjó í 4. deild. 1. umferð byrjaði með stórsigri á Taflfélag Reykjavíkur ung-b, 5.5-0.5. Yngsti leikmaður Víkinga er bara 7. ára, Guðmann Brimar Bjarnason.

Seinni hluti keppninar verður haldin helgina, 19-22 mars 2015.

 Nánari úrslit má sjá hér: