Davíð Kjartansson 4. borðsmaður Víkinga skellti sér á Haustmot TR sem byrjaði stuttu fyrir Íslandsmót skákfélaga. Davíð náði að sigra A flokkinn með glæsibrag og hélt uppi merki klúbbsins. Í B flokki kepptu þeir Sverrir Sigurðsson og Jón Úlfljótsson og stóðu þeir sig með prýði. Því miður gat Davíð ekki tekið þátt í hraðskákinni, vegna ferðalags til Sviss, en Davíð hefði freistað þess að vinna tvöfalt. Gunnar Fr. reyndi að hlaupa í skarðið fyrir Davíð og var næstum búinn að hafa sigur, en hann endaði í 2-3 sæti.
Davíð sigurvegavegari Haustmóts TR hér:
Gunnar Fr. í 2. sæti á Hraðskákmóti TR hér:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment