Stefán Þór Sigurjónsson sigraði á Friðriksmótinu, miðnæturmóti Víkingaklúbbsins, sem haldið var á veitingarstaðnum Ölstofunni í að kvöldi sunnudag 24. janúar. Mótið var jafnframt fyrsti viðburður skákdagsins, en hlé var gert á taflmennsku um miðnætti (sjá klukku Ölstofunnar), til að heiðra meistara Friðrik með kveðskap og skálað var fyrir goðinu, sem er áttræður í dag, Telfd var bæði skák og Víkingaskák og tapaði Stefán einungis einni viðureign, en þátttakendur voru sex. Stefán hlaut því hinn forkunnarfagra Friðriksbikar í verðlaunasafn sitt. Ólafur B. Þórsson og Gunnar Fr. Rúnarsson urðu í 2-3 sæti.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment