Sunday, January 25, 2015

Keppt um Friðriksbikarinn á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar

Víkingaklúbburinn ætlar að minnast 80. ára afmælis Friðriks Ólafssonar í dag sunnudaginn 25. janúar kl 22.00 á Ölstofunni. Keppt verður um Friðriksbikarinn, í skák og Víkingaskák og verður mótið fram yfir miðnætti, en þá skála hinir miklu Víkingar í mjöð Friðrik til heiðurs, enda verður hann áttræður á miðnætti.

Öll þekkjum við afrek Friðriks yfir skákborðinu á síðustu öld, en færri vita að Friðrik er guðfaðir Víkingaskákarinnar á Íslandi, því hann kynnti sér leikinn, eins og lesa má í bæklingi sem höfundur Víkingaskákarinnar Magnús Ólafsson lét gefa út:

Friðrik Ólafsson stórmeistari hefur kynnt sér víkingaskák og gefið eftirfarandi umsögn:

"Það eru greinilegt, að þetta er miklu flóknara tafl en venjulegt tafl, vegna þess að það eru þrjár stefnur í borðinu í staðinn fyrir tvær. Svo eru fleiri menn og 
fleiri reitir.

Í venjulegri skák leikur hvítur fyrsta leiknum og byggir strax upp hótun, sem er svarað með vörn eða gagnhótun, en í víkingaskák komast liðin ekki í snertingu við hvort annað fyrr en eftir eina tíu leiki. Það tekur t.d. 4 leiki að hóta með biskup í byrjuninni í víkingaskák. Það þarf að leika fyrst tveim peðum fram og síðan biskupnum tvo leiki. manngangur víkingaskákarinnar er auðlæarður, en það tekur svolítinn tíma að átta sig á stefnum í borðinu.

Ég býst við að það verði að byggja upp skákfræði fyrir víkingaskákina frá grunni. Þó eru ýmsar meginreglur sem halda sér eins og t.d. að hafa sterkt miðborð, að koma mönnum fljótt og veikja ekki kóngsstöðuna, en aðferðin til þess að gera þetta verður allt öðruvísi í víkingaskák. http://viking-chess.blogspot.com/.../samantekit-islensku...



No comments:

Post a Comment