Stigahæsti skákmaður Víkinga hefur sótt um íslenskan ríkisborgararétt til allsherjarnefndar alþingis og samkvæmt heimildum ritstjóra hefur beiðnin verið samþykkt. Þetta eru góðar fréttir fyrir skákfélagið sem hyggst taka Íslandsmeistaratitilinn aftur á næsta ári. Það er því ljóst að 3-4 "útlendingar" verða í keppnisliðinu næsta tímabil, ef aðalfundur S.Í fjölgar útlendingum úr tveim í þrjá. Það verður einnig tilkynnt fljótlega hvaða tveir íslensku stórmeistarar muni ganga til liðs við klúbbinn næsta vetur, en tveir íslenskir skákmenn yfir 2500 elóstig hafa samþykkt félagskipti yfir í Víking. Samtals verða því stórmeistararnir okkar 5-6 næsta keppnistímabil, sem ætti að tryggja okkur titilinn aftur.
Eljanov hefur verið duglegur að mæta á klakann og hann hefur fallið fyrir bæði landi og þjóð. Það er ljóst að hann hefur telft djarft að þessu sinni, því hann hefur verið fastamaður í Úkraínska ladsliðinu í skák og var á tímabili 6. sitgahæsti skákmaður heims, en er nú um stundir annar stigahæsti skákmaður Úkraínu. Keppinautar félagsins geta þó samfagnað Víkingaklúbbnum, því reynsla hans mun nýtast á Ólympíu, evrópu og heimsmeistaramótum fyrir Íslands hönd næstu árin, því stórmeistarinn hægláti mun tefla fyrir landslið þjóðar vorar í framtíðinni, sem og á Íslandsmóti skákfélaga næsta haust.
April Fools' Day, 1. april :)
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment