Wednesday, April 1, 2015

Pavel Eljanov gerist íslenskur ríkisborgari!

Stigahæsti skákmaður Víkinga hefur sótt um íslenskan ríkisborgararétt til allsherjarnefndar alþingis og samkvæmt heimildum ritstjóra hefur beiðnin verið samþykkt.  Þetta eru góðar fréttir fyrir skákfélagið sem hyggst taka Íslandsmeistaratitilinn aftur á næsta ári.  Það er því ljóst að 3-4 "útlendingar" verða í keppnisliðinu næsta tímabil, ef aðalfundur S.Í fjölgar útlendingum úr tveim í þrjá.  Það verður einnig tilkynnt fljótlega hvaða tveir íslensku stórmeistarar muni ganga til liðs við klúbbinn næsta vetur, en tveir íslenskir skákmenn yfir 2500 elóstig hafa samþykkt félagskipti yfir í Víking.  Samtals verða því stórmeistararnir okkar 5-6 næsta keppnistímabil, sem ætti að tryggja okkur titilinn aftur.

Eljanov hefur verið duglegur að mæta á klakann og hann hefur fallið fyrir bæði landi og þjóð.  Það er ljóst að hann hefur telft djarft að þessu sinni, því hann hefur verið fastamaður í Úkraínska ladsliðinu í skák og var á tímabili 6. sitgahæsti skákmaður heims, en er nú um stundir annar stigahæsti skákmaður Úkraínu. Keppinautar félagsins geta þó samfagnað Víkingaklúbbnum, því reynsla hans mun nýtast á Ólympíu, evrópu og heimsmeistaramótum fyrir Íslands hönd næstu árin, því stórmeistarinn hægláti mun tefla fyrir landslið þjóðar vorar í framtíðinni, sem og á Íslandsmóti skákfélaga næsta haust.

April Fools' Day, 1. april :)


No comments:

Post a Comment