Thursday, May 14, 2015

Litla páskaeggjamótið

Litla páskaeggjamótið var fyrsta æfingin eftir páskafrí.  Nokkur páskaegg urðu afgangs á stóra páskamótinu og keppt var um þau páskaegg sem eftir stóðu..  Tíu krakkar tóku þátt þar sem sá sem fengi páskaeggið var ekki endilega sá sem fengi flesta vinninga, því dregið var um verðlaun í lok móts, þar sem stærsta páskaeggið var númer fjögur og það minnsta númer eitt.  Jón Hreiðar Rúnarsson var í miklu stuði og vann allar skákir sínar, auk þess sem heppnin var með honum þar sem hann fékk stærsta eggið í happadrættinu.










No comments:

Post a Comment