Víkingaklúbburinn og Skákfélag Íslands mættust í 16-liða úrslitum Hraðskáksmóts taflfélaga fimmtudaginn 13. ágúst í húsnæði Skáksambands Íslands. Viðureignin var heimaleikur Skákfélagsins. Viðureignin endaði með nokkrum öruggum sigri Víkingaklúbbsins, en lokastaðan varð 46.5 gegn 25.5 vinningar Skákfélagsins. Það skal sérstaklega taka fram að Skákfélag Íslands gat bara stillt upp á fimm borðum og því var einvígið mun jafnara en úrslit gefa til kynna, þar sem ein viðureign tapaðist í hverri umferð hjá Skákfélaginu vegna auðs borðs.
Viðureignirnar fóru eftirfarandi:
Fyrri umferð: 5-1, 5-1, 4-2, 3.5-2.5, 3-3, 4-2 = 24.5-11.5
Seinni umferð: 5-1, 4-2, 2-4, 3.5-2.5, 3.5-2.5, 4-2 = 22-14
Samtals: 46.5-25.5
Besti árangur Víkingaklúbbsins:
Ólafur B. Þórsson 9.5 v af 12
Stefán Þór Sigurjónsson 9 af 12
Gunnar Fr. Rúnarsson 9. v af 9
Sigurður Ingason 6.5 v. af 11
Besti árangur Skákfélags-manna:
Árni Böðvarsson 7.5 v. af 12
Birkir Karl Sigurðsson 6.5 af 12
Kristján Örn Elíasson 5.5 af 12
Videó hér:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment