Tuesday, August 11, 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2015

Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2015 verður haldið í Mýrinni Golfklúbbi Garðarbæjar sunnudaginn 30. ágúst og hefst mótið kl:11.00.  Spilaðar verða 9. holur (einn hringur) og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið:  Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2015. 

Einnig verður á sama móti haldið liðakeppni milli skákfélaga, en veitt verða verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur liða, en tveir keppendur eru í hvoru liði.  Liðið sem sigrar á fæstum samanlögðum höggum fær titilinn Íslandsmeistari Skákfélaga í golfi 2015. Þau lið sem reiknað er með að mæti til leiks, eru m.a:

Víkingaklúbburinn (liðstjóri, Gunnar Fr. Rúnarsson), Skákfélag Vinjar (Ingi Tandi Traustason), Breiðablik (Halldór Grétar Einarsson), Huginn og TR og Kristján Örn frá Skákfélaginu hefur m.a skráð sig til leiks.  Mótið er opið öllum golfskákmönnum.  Reiknað er með að keppendur verði á bilinu 12 -16 (3-4 holl).

Mótsgjald verður c.a 3500 kr og skráning fer fram á facebook eða í gsm:  8629744 (Gunnar).

Eftir hádegishlé verður haldið niður í Skáksamband, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (allir við alla), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar.  Nánari upplýsingar um mótið gefa Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm:  8629744) og Halldór Grétar Einarsson (gsm:  6699784).

Vinsamlegast verið i samband á mótsdag, vegna hugsanlegra breytinga.

Skákstjóri og tæknimeistari mótisins er Halldór Grétar Einarsson.  

Úrslit mótsins 2014 hér og hér:



No comments:

Post a Comment