Tuesday, September 29, 2015

Barnaæfing í Víkinni

Fyrsta barnaæfingin í Víkinni í september. Fengum góða gesti, því þeir Grzegorz Gajewski og Marcin Dziuba frá Póllandi mættu og heilsuðu uppá krakkana. Þeir félagar eru mjög öflugir stórmeistarar og Grzgorz var m.a aðstoðarmaður Anands í heimsmeistaraeinvígi hans við Magnús Carlsen. 10 krakkar mættu á fyrstu æfinguna, sem heppnaðist vel, en frumsýning myndarinnar Pawn Sacrifice setti strik í reikningin, því yfirkennarinn var vant viðlátinn.

Æfingar Víkingaklúbbsins verða alla miðvikudaga í vetur frá kl 17.15-18.30.  Einnig verða æfingar á þriðjudögum í Ingunnarskóla, frá kl. 14.20-16.00.












No comments:

Post a Comment