Monday, November 7, 2016

Meistaramót Víkingaklúbbsins 2016

Meistaramót Víkingaklúbbsins fyrir yngri flokka (Haustmótið) fer fram miðvikudaginn 9. nóvember í Víkingsheimilinu og hefst það kl 17.15.  Telfdar verða 6. umferðir með 7. mínútna umhugsunartíma  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, auk þess sem efsti Víkingurinn í stráka og stelpuflokki fá viðurkenningapening. Telft verður í einum flokki, en efsti einstaklingur hvers árgangs fær verðlaunapening.  Mótið er opið öllum ungmennum fædd 2001 og síðar og þátttaka er ókeypis.  Skákstjóri á mótinu verður Stefán Bergsson.  Núverandi meistari Víkingaklúbbsins er Jón Hreiðar Rúnarsson.





No comments:

Post a Comment