Sunday, November 13, 2016

Úrslit á Meistaramóti Víkingaklúbbsins

Meistarmót Víkingaklúbbsins var haldið miðvikudaginn 9. nóvember á æfingatíma.  Alls tóku 26. keppendur þátt í mótinu, nítján telfdu í eldri flokki (3-10 bekkur), en sjö í yngri flokki (2. bekkur og yngri).  Hörkukeppni var í báðum flokkum, m.a tóku fimm stúlkur þátt í mótinu.  Sigurvegar í eldri flokki varð Benedikt Þórsson með 5. vinninga af 6. mögulegum.  Annar varð Adam Ómarsson einnig með 5. vinninga, en lægri á stigum.  Óttar Örn varð þriðji með 4.5 vinninga.  Elsa Arnaldardóttir varð efst stúlkna, Bergþór Helga önnur og Batel þriðja.  Begþóra Helga varð efst Víkinga í eldri flokki, en Sigurður Rúnar efstur drengja.

Í yngri flokki sigraði Bjartur Þórsson með 6. vinninga, en Einar Dagur varð annar með 5. vinninga. Þriðji varð svo Jósep Omarsson með 4. vinninga.  Einar Dagur varð efstur Víkinga í yngri flokki.

Telfdar 6. umfeðir með 7. mínútna umhugsunartíma.  Skákstjórar voru Stefán Bergsson (eldri flokki) og Lenka Ptacnikova (yngri flokki).

Sigurvegari í eldri flokki:  Benedikt Þórisson
Sigurvegari í yngri flokki:  Bjartur Þórisson
Sigurvegari í stúlknaflokki:  Elsa Arnaldardóttir
Meistari Víkingaklúbbsins eldri flokkur:  Bergþóra Helga
Meistari Víkingaklúbbsins drengja eldri flokkur:  Sigurður Rúnar
Meistari Víkingaklúbbsins yngri flokkur:  Einar Dagur Brynjarsson.

Sigurvegarar í hverjum árgangi:

2011: Josef Omarsson
2009:  Bjartur Þórissin
2008:  Bergþóra Helga Gunnarsdóttir
2007:  Benedikt Þórisson
2006:  Óttar Örn
2005:  Tristan Thoroddsen

Eldri flokkur, Chess results hér:
Yngri flokkur, Chess results hér:











No comments:

Post a Comment