Sunday, December 25, 2016

Jólamót Víkingaklúbbsins 2016

Jólamót Víkingaklúbbsins verður haldið miðvikudaginn 28. des í húsnæði Skáksambands Íslands og hefst það kl 19.30. Teflt verður bæði skák og Víkingaskák. Fyrst 7. umferða skákmót með 5 mínútna umhugsunartíma, en eftir það verða 7. umferðir í Víkingaskák, þs 7 umferðir 7. mínútur.  Verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sæti og ókeypis veitingar, m.a Víkingamjöður.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í báðum mótunum og þeir sem ætla að tefla einungis Vîkingaskák mæta ekki seinna en kl 21.30.  Víkingaskákmótið er jafnframt Ìslandsmótið í Víkingahraðskák.  Einnig eru veitt sérstök verðlaun fyrir besta árangur í báðum mótunum, en sá sem er með besta árangurinn úr báðum mótunum er jafnframt Íslandsmeistari í tvískák.  Í Víkingaskákinni er jafnframt veitt verðlaun fyrir besta liðið.  Þrjú bestu skor gilda.

Sérstök aukaverðlaun fyrir Víkingaskák:  1. sæti:  8000, 2. sæti 6000, 3. sæti 4000, 1. sæti kvenna:  5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000)  1. sæti unglinga 5000 (2. sætið 3000 og 3. sæti 2000).

Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com

Mótið á sér orðið nokkra ára sögu eins og sjá má:
Mótið 2015 hér:
Mótið 2014 hér:
Mótið 2013 hér:
Mótið 2012 hér:
Mótið 2011 hér: 
Mótið 2010 hér:
Mótið 2009 hér:


Friday, December 16, 2016

Úrslit á heimsmeistaramótinu

Heimsmeistaramótinu í Víkingaskák lauk fimmtudagskvöldið 15. desember.  Óvænt úrslit litu dagsins ljós og sennilega þau óvæntustu síðan 2010, þegar Guðmundur Lee varð Íslandsmeistari í Víkingaskák. Bárður Örn Birkisson varð Víkingur kvöldsins, þegar hann sigraði allar sínar skákir. Glæsileg frammistaða hjá Bárði og bróður hans Birni sem einnig stóð sig vel. Í 2-4 sæti urðu þeir Sigurður Ingason, Sveinn Ingi Sveinsson (Íslandsmeistarinn 2016) og Þröstur Þórsson. Lenka Ptacnikova sigraði í kvennaflokki og Björn Hólm Birkisson í unglingaflokki. Sveit TR sigraði svo líka óvænt í liðakeppninni og fengu þeir gamla góða farandbikarinn auk eignarbikars að launum. Víkingaklúbburinn varð í öðru sæti og Forgjafarklúbburinn meistari síðasta árs varð í þriðja sæti. Þröstur Þórsson fékk afhent verðlaun sín fyrir Íslandsmótið í Víkingabréfskak sem lauk fyrir nokkrum misserum.

Úrslit 

1. Bárður Örn Birkisson 6. v 
2-4. Sigurður Ingason, Sveinn Ingi, Þröstur Þórsson 4. v. 
5-6. Lenka, Björn Hólm Birkisson 3.5 v, 
7-8. Gylfi Ólafsson, Aron Þór Mai 3. v 
9-10. Halldór Ólafsson, Guðrún Ásta 2. v. 
11. Alexander Oliver Mai 1. v

Liðakeppni (tvö bestu skorkort):

1. TR 9.5 v 
2. Víkingaklúbburinn 8
3. Forgjafarklúbburinn 7 
4. Kvennalandsliðið 5.5.














Úrslit á jólamóti Víkingakúbbsins

Jólaskákmót Víkingaklúbbsins var haldið miðvikdaginn 14. desember á æfingartíma.  Góð þáttaka var á mótinu, en alls tóku 35 krakkar þátt.  Jafnir og efstir urðu félagarnir úr Ingunnarskóla (fæddir 2005) þeir Guðmundur Peng Sveinsson og Magnús Hjaltason, en svo skemmtilega vildi til að þeir urðu einnig jafnir á jólamóti Ingunnarskóla deginum áður.  En á Víkingsmótinu hrepti Guðmundur efsta sætið á stigum. Þriðji á mótinu varð Benedikt Þórisson með 4. vinninga.  Efst stúlkna varð Anna Katarína Thoroddsen.  Efstur Víkinga varð Guðmundur Peng, en Bergþóra Helga varð efstu stúlkna í flokki Víkinga.  Telfdar voru 5. umferðir með 7. mínútan umhugsunartíma.  Skákstjóri á mótinu var Páll Sigurðsson.

Úrslit 

1-2. Guðmundur 4.5 af 5
1-2.  Magnús Hjaltason 4.5
3. Benedikt Þórisson 4
4. Ísak Orri Karlsson
5. Adam Omarsson
6. Árni Ólafsson
7. Bjartur Þórsson
osf

Stúlkur úrslit

1. Anna Katarína Thoroddsen
2. Soffía Berndsen
3. Iðunn Helgadóttir

Aukaverðlaun 

Besti Víkingurinn:  Guðmudnur Peng Sveinsson
Besti Víkingurinn stúlnaflokkur:  Bergþóra Helga Gunnarsdóttir

Bestur 2005:  Guðmundur Pent Sveinsson
Bestur 2006:  Benedikt Þórisson
Bestur 2007: Adam Ómarsson
Bestur 2008: Anna Katarína
Bestur 2009: Bjartur Þórisson
Bestur 2010: Sölvi Dan Kristjánsson
Bestur 2011: Josef Omarsson

Nánari úrslit á chessresults hér:












Næst síðasta æfing fyrir jólafrí

Ágæt mæting var á næstsíðustu æfingu fyrir jólafrí.  Krakkarnir eru gífulega áhugasöm og styrkleikinn er frekar jafn.

Úrslit hér:

Thursday, December 8, 2016

Heimsmeistaramótið í Víkingaskák 2016

Heimsmeitaramóti í Víkingaskák 2016 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands fimmtudaginn 15 desember kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verdlaun.  15 þúsund  2. verdlaun, 10 þúsund, þriðju verðlaun 5000 þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætid.

Núverandi heimsmeistari er Gunnar Fr Rúnarsson, en Guðrún Ásta Guðmundsdóttir er heimsmeistari í flokki kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Haraldur Baldursson.

Úrslit heimsmeistaramótsins 2015 hér:

Mótið er jafnframt liðakeppni, en þetta árið fellur niður hefbundin liðakeppni niður.  Samanlagður árangur tveggja bestu keppenda hvers liðs gilda í liðakeppninni.

Úrslit Íslandsmóts Víkingaskákfélaga 2015 hér:




Jólamót Víkingaklúbbsins 2016

Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 14. desember.  Telfdar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann.  Mótið hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar/unglingar á grunnskólaaldri eru velkomnir og þátttaka er ókeypis.  Veitt verða verðlaun fyrir 3. efstu sætin, auk þess sem þrjár eftstu stúlkur fá verðlaun.  Einnig eru verðlaun fyrir þrjá efstu félagsmenn í stúlku og drengjaflokki, auk þess sem efsti einstaklingur í hverjum árgangi fær medalíu. 

Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 11. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor. 
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið:  vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn), þs þegar sá kassi verður tilbúinn!

Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm:  8629744).

Úrslit mótsins 2015 hér:
Úrslit 2014 hér: 
Úrslit 2013 hér: 
Úrslit 2012 hér:


Thursday, December 1, 2016

Íslandsmót ungmennasveita 2016

Íslandsmót ungmennasveita fór fram í Garðabæ í síðasta mánuði. Víkingaklúbburinn sendi tvær sveitir til leiks. Því miður gátum við ekki sent sterkustu sveitirnar að þessu sinni en engu að síður var gaman að vera með.

Úrslit hér:
Chessresults hér:
Heimasíða TR hér: