Jólamót Víkingaklúbbsins fyrir börn og unglinga verður haldið í Víkinni Víkingsheimilinu miðvikudaginn 14. desember. Telfdar verða 5. umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á mann. Mótið hefst mótið kl. 17.15. Allir krakkar/unglingar á grunnskólaaldri eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Veitt verða verðlaun fyrir 3. efstu sætin, auk þess sem þrjár eftstu stúlkur fá verðlaun. Einnig eru verðlaun fyrir þrjá efstu félagsmenn í stúlku og drengjaflokki, auk þess sem efsti einstaklingur í hverjum árgangi fær medalíu.
Barna og unglingaæfingar voru vikulega í vetur, en næsta æfing eftir jólafríð verður miðvikudaginn 11. janúar og verða æfingar vikulega fram á vor.
Skráning á mótið fer m.a fram á netfangið: vikingaklubburinn(hjá)gmail.com og á skak.is (guli kassinn), þs þegar sá kassi verður tilbúinn!
Nánari upplýsingar veitir Gunnar (gsm: 8629744).
Úrslit mótsins 2015 hér:
Úrslit 2014 hér:
Úrslit 2013 hér:
Úrslit 2012 hér:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment