Thursday, December 8, 2016

Heimsmeistaramótið í Víkingaskák 2016

Heimsmeitaramóti í Víkingaskák 2016 fer fram í húsnæði Skáksambands Íslands fimmtudaginn 15 desember kl. 20.00. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Mótið eru öllum opið og það kostar ekkert að vera með. Boðið verður upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig í tölvupósti á netfangið Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com. Veitt verða sérstök veðlaun fyrir efstu sætin, auk þess sem sérstök veðlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga.

Verðlaunaféð skiptist þannig:  1. verdlaun.  15 þúsund  2. verdlaun, 10 þúsund, þriðju verðlaun 5000 þúsund.  1, verðlaun í unglinga og kvennaflokki eru 7000  þúsund krónur, 5000 krónur fyrir annað sætið og 3000 krónur fyrir þriðja sætid.

Núverandi heimsmeistari er Gunnar Fr Rúnarsson, en Guðrún Ásta Guðmundsdóttir er heimsmeistari í flokki kvenna.  Skákstjóri á mótinu verður Haraldur Baldursson.

Úrslit heimsmeistaramótsins 2015 hér:

Mótið er jafnframt liðakeppni, en þetta árið fellur niður hefbundin liðakeppni niður.  Samanlagður árangur tveggja bestu keppenda hvers liðs gilda í liðakeppninni.

Úrslit Íslandsmóts Víkingaskákfélaga 2015 hér:




No comments:

Post a Comment