Friday, December 16, 2016

Úrslit á heimsmeistaramótinu

Heimsmeistaramótinu í Víkingaskák lauk fimmtudagskvöldið 15. desember.  Óvænt úrslit litu dagsins ljós og sennilega þau óvæntustu síðan 2010, þegar Guðmundur Lee varð Íslandsmeistari í Víkingaskák. Bárður Örn Birkisson varð Víkingur kvöldsins, þegar hann sigraði allar sínar skákir. Glæsileg frammistaða hjá Bárði og bróður hans Birni sem einnig stóð sig vel. Í 2-4 sæti urðu þeir Sigurður Ingason, Sveinn Ingi Sveinsson (Íslandsmeistarinn 2016) og Þröstur Þórsson. Lenka Ptacnikova sigraði í kvennaflokki og Björn Hólm Birkisson í unglingaflokki. Sveit TR sigraði svo líka óvænt í liðakeppninni og fengu þeir gamla góða farandbikarinn auk eignarbikars að launum. Víkingaklúbburinn varð í öðru sæti og Forgjafarklúbburinn meistari síðasta árs varð í þriðja sæti. Þröstur Þórsson fékk afhent verðlaun sín fyrir Íslandsmótið í Víkingabréfskak sem lauk fyrir nokkrum misserum.

Úrslit 

1. Bárður Örn Birkisson 6. v 
2-4. Sigurður Ingason, Sveinn Ingi, Þröstur Þórsson 4. v. 
5-6. Lenka, Björn Hólm Birkisson 3.5 v, 
7-8. Gylfi Ólafsson, Aron Þór Mai 3. v 
9-10. Halldór Ólafsson, Guðrún Ásta 2. v. 
11. Alexander Oliver Mai 1. v

Liðakeppni (tvö bestu skorkort):

1. TR 9.5 v 
2. Víkingaklúbburinn 8
3. Forgjafarklúbburinn 7 
4. Kvennalandsliðið 5.5.














1 comment: