Wednesday, August 30, 2017

Alþjóðameistarinn Björn Þorfinnsson gengur í Víkingaklúbbinn

Alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson hefur gengið aftur í Víkingaklúbbinn.  Björn var áður félagi í Taflfélagi Reykjavíkur þrjú síðustu ár, en var félagsmaður Víkinga árin 2012-14 og varð Íslandsmeistari með félagaginu 2013 og 2014.  Fór meðalannars með Víkingum á Evrópumót Taflfélaga á Ródos árið 2013.  Björn hefur náð tveim stórmeistaraáföngum og stefnir á að tefla með Víkingum á Evrópumóti taflfélaga í Tyrklandi í október næstkomandi og á Íslandsmóti skákfélaga í vetur.

No comments:

Post a Comment