Jón Loftur Árnason er genginn í Víkingaklúbbinn. Hann var áður í Taflfélagi Bolungarvíkur. Jón á glæstan feril á skáksviðinu. Hann varð heimsmeistari unglinga árið 1977, alþjóðlegur meistari árið 1979 og stórmeistari árið 1986. Jón hefur mjög skemmtilega skákstíl og var ásamt Jóhanni Hjartarsyni, Margeiri Pétursyni og Helga Ólafssyni einn af fjórmenningaklíkunni svokölluðu sem urðu allir stórmeistarar í skák á níunda áratug síðustu aldar.
Jón L. Árnason, chessgames.com hér:
Jón L. Árnason wikipedia hér:
Saturday, September 30, 2017
Mótaáætlun Víkingaklúbbsins 2017
Barnaskákæfingar í Víkingsheimilinu alla miðvikudaga í vetur frá kl, 17.15-18.30. Barnaskákæfingar í Ingunnarskóla alla þriðjudag frá kl 14.00-15.30.
24. ágúst (fim). Kringluskákmotið, Kringlan, kl 17.00
27. september (mið). Haustmót Víkingaklúbbsins (börn), Víkin, 17.00
1. október (sun). Golfskákmót Víkingaklúbbsin, Bakkakot, Skáksambandið.
8-15 október. Evrópukeppni taflfélaga (Tyrkland).
19-22 október. Íslandsmót skákfélaga. Rimaskóli (Víkingur með 3. lið).
9. október (fim). Íslandsmótið í Víkingaskák, Skáksambandið, kl 20.00.
23. oktobér (fim), Íslandsmótið í Víkingaskák, liðakeppni, Skáksambandið, kl 20.00.
7. desember(fim). Hraðskákmót Víkingaklúbbsins, Víkin, kl. 20.00
12. desember (þri). Jólamót Skákfélags Ingunnarskóla, kl 14.00.
13. desember (mið).. Jólamót Víkingaklúbbsins (börn), Víkin, kl 17.00.
29. desember (fim). Jólamót Víkingaklúbbsins (skák og Víkingaskák) Skáksambandið kl 20.00.
1. október (sun). Golfskákmót Víkingaklúbbsin, Bakkakot, Skáksambandið.
29. desember (fim). Jólamót Víkingaklúbbsins (skák og Víkingaskák) Skáksambandið kl 20.00.
Monday, September 25, 2017
Jóhann Hjartarson genginn í Víkingaklúbbinn
Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson er genginn í félagið. Óþarfi er að rekja glæsilegan feril kappans, en sigurinn á millisvæðamótinu í Ungverjalandi 1987 og sigurinn í áskorendaeinvíginu við Victor Korchnoi standa uppúr. Ritstjórinn/liðstjórinn hlakkar til að vinna með Jóhanni, en þeir voru síðast saman í sömu skáksveit árið 1981 þegar Taflfélag Reykjavíkur-NV varð Íslandsmeistari skákfélaga. Einnig voru Jóhann og liðstjórinn saman í liði Álftamýraskóla sem varð Norðurlandameistari í skólaskák árið 1979 og 1980 sællar minningar. Framundarn eru skemmtileg verkefni eins og Íslandsmót skákfélaga, þar sem Víkingar stefna á toppbaráttu í 1. deild
Jóhann Hjartarson, Wikipedia hér:
Skákir Jóhanns hér:
Jóhann Hjartarson, Wikipedia hér:
Skákir Jóhanns hér:
Friday, September 15, 2017
Jón Viktor Gunnarsson genginn í Víking
Alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2460 eló) er genginn til
liðs við Víkingaklúbbinn. Hann hefur undanfarin ár verið liðsmaður Taflfélags Reykjavíkur,
en þar á undan var Jón Viktor í Taflfélagi Bolungarvíkur. Jón Viktor sem hefur einn áfanga að stórmeistaratitli og varð
Íslandsmeistari í skák árið 2000 og var í sigurliði Íslands á Ólympíumóti undir
16 ára á Kanaríeyjum árið 1995. Fimm sinnum varð hann Norðurlandameistari í
skólaskák en einnig hefur hann unnið titilinn Skákmeistari Reykjavíkur nokkrum
sinnum. Jón Viktor varð alþjóðlegur
meistari árið 1997 þá 17 ára gamall.
Víkingaklúbburinn býður Jón Viktor velkominn til leiks.
Tuesday, September 12, 2017
Meistaramót Vìkingaklúbbsins í golfi 2017
Meistaramót Víkingaklúbbsins í golfi 2017 verður haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ, sunnudaginn 1. október og hefst mótið kl: 1.00. Mæting kl. 12.30 (breytt dagsetning). Spilaðar verða 9 holur og keppt verður bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með fullri forgjöf. Sigurvegarinn í höggleik hlýtur sæmdarheitið: Golfmeistari Víkingaklúbbsins 2016.
Um kl. 17.00 verður haldið niður í Skáksamband, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (9. umferðir), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar. Nánari upplýsingar um mótið gefa Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm: 8629744).
Mótið er jafnframt 10. ára afmælismót Víkingaklúbbsins, því 1. október 2007 hóf Víkingaklúbburinn starfsemi sína, þegar þeir sendu sína fyrstu skáksveit á Íslandsmót skákfélaga í 4. deild, það árið.
Úslit mótsins 2016 hér:Úrslit mótsin 2015 hér:
Úrslit mótsins 2014 hér: og hér:
Um kl. 17.00 verður haldið niður í Skáksamband, þar sem fer fram 5. mínútna hraðskákmót (9. umferðir), þar sem keppt verður í samanlögðum árangri í golfskák, með og án forgjafar. Nánari upplýsingar um mótið gefa Gunnar Fr. Rúnarsson (gsm: 8629744).
Mótið er jafnframt 10. ára afmælismót Víkingaklúbbsins, því 1. október 2007 hóf Víkingaklúbburinn starfsemi sína, þegar þeir sendu sína fyrstu skáksveit á Íslandsmót skákfélaga í 4. deild, það árið.
Úslit mótsins 2016 hér:Úrslit mótsin 2015 hér:
Úrslit mótsins 2014 hér: og hér:
Subscribe to:
Posts (Atom)